„Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 09:58 Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar, segir að hin nýja íslenska sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Vísir/Vilhelm Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Þetta segir Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar og prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Í grein sinni fjallar Ármann um fullveldi og sjálfstæði landsins og hætturnar sem að þeim steðja. Hann segir að í bili sé efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði Íslands ekki ógnað, þar sem ólíkt mörgum ríkjum álfunnar ríki hér ekki pólitísk kreppa og staða landsins í orkumálum sé betri en víða annars staðar. Hættur steðja að fullveldinu Þessi staða þýði þó ekki að engar hættur steðji að fullveldi Íslands. Mesta hættan felist í því að þrengt sé að íslensku af ofurvaldi ensku og hafi Íslendingar verið deigir við að kenna nýjum íbúum íslensku þó að mannekla sé á landinu. „Auðvitað tala nýir íbúar landsins ekki íslensku frá upphafi og ef ekki verður tekið á er hætt við að litlir hvatar verði til að þeir læri málið. Þar með er sjálfstæði Íslands auðvitað ógnað því að ef íslensk tunga og íslensk menning hverfur fækkar mjög rökunum fyrir því að þessi fámenna þjóð sé sjálfstæð. Hér fer því ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi,“ segir Ármann. Hagsmunamál fyrir okkur öll Ármann segir að vöxtur og viðhald íslensku sé því brýnt hagsmunamál fyrir okkur öll, ekkert ósvipað loftslaginu eða heilbrigðiskerfinu. Hann segir að úrræðið til að bregðast við þessu sé í raun einfalt. „[Ný] íslensk sjálfstæðisbarátta þarf að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Um leið þurfa þeir aukin tækifæri til að rækta menntun heimalandsins en hver einasta sál sem hingað flytur þyrfti að njóta ókeypis íslenskumenntunar á þeim tíma dags sem hentar og síðan framhaldsmenntunar sem hefur verið af skornum skammti. Þetta er það sem langflestir innflytjendur vilja sjálfir: einn innflytjandi hefur kallað það „meistaranám í höfnun“ að búa á Íslandi án þess að kunna tungumálið því að leiðin að samfélagslegri þátttöku liggur um málið. Nú er þörfin því brýn fyrir fleiri og betri tækifæri til íslenskunáms. Þessi nýja fullveldisbarátta verður sem betur fer ekki jafn kostnaðarsöm og baráttan við loftslagsógnina eða öldrun samfélagsins. En hún mun samt krefjast myndarlegs opinbers stuðnings. Enda er hér ekki um að ræða neitt smámál heldur fullveldi þjóðarinnar,“ segir Ármann, formaður Íslenskrar málnefndar. Íslensk tunga Tengdar fréttir Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta segir Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar og prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Í grein sinni fjallar Ármann um fullveldi og sjálfstæði landsins og hætturnar sem að þeim steðja. Hann segir að í bili sé efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði Íslands ekki ógnað, þar sem ólíkt mörgum ríkjum álfunnar ríki hér ekki pólitísk kreppa og staða landsins í orkumálum sé betri en víða annars staðar. Hættur steðja að fullveldinu Þessi staða þýði þó ekki að engar hættur steðji að fullveldi Íslands. Mesta hættan felist í því að þrengt sé að íslensku af ofurvaldi ensku og hafi Íslendingar verið deigir við að kenna nýjum íbúum íslensku þó að mannekla sé á landinu. „Auðvitað tala nýir íbúar landsins ekki íslensku frá upphafi og ef ekki verður tekið á er hætt við að litlir hvatar verði til að þeir læri málið. Þar með er sjálfstæði Íslands auðvitað ógnað því að ef íslensk tunga og íslensk menning hverfur fækkar mjög rökunum fyrir því að þessi fámenna þjóð sé sjálfstæð. Hér fer því ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi,“ segir Ármann. Hagsmunamál fyrir okkur öll Ármann segir að vöxtur og viðhald íslensku sé því brýnt hagsmunamál fyrir okkur öll, ekkert ósvipað loftslaginu eða heilbrigðiskerfinu. Hann segir að úrræðið til að bregðast við þessu sé í raun einfalt. „[Ný] íslensk sjálfstæðisbarátta þarf að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Um leið þurfa þeir aukin tækifæri til að rækta menntun heimalandsins en hver einasta sál sem hingað flytur þyrfti að njóta ókeypis íslenskumenntunar á þeim tíma dags sem hentar og síðan framhaldsmenntunar sem hefur verið af skornum skammti. Þetta er það sem langflestir innflytjendur vilja sjálfir: einn innflytjandi hefur kallað það „meistaranám í höfnun“ að búa á Íslandi án þess að kunna tungumálið því að leiðin að samfélagslegri þátttöku liggur um málið. Nú er þörfin því brýn fyrir fleiri og betri tækifæri til íslenskunáms. Þessi nýja fullveldisbarátta verður sem betur fer ekki jafn kostnaðarsöm og baráttan við loftslagsógnina eða öldrun samfélagsins. En hún mun samt krefjast myndarlegs opinbers stuðnings. Enda er hér ekki um að ræða neitt smámál heldur fullveldi þjóðarinnar,“ segir Ármann, formaður Íslenskrar málnefndar.
Íslensk tunga Tengdar fréttir Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00