Innlent

Stóra kókaínmálið komið til saksóknara

Samúel Karl Ólason skrifar
Kókaínið sem fannst. Um er að ræða hundrað kíló af efninu.
Kókaínið sem fannst. Um er að ræða hundrað kíló af efninu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. 

Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins lauk lögreglan rannsókninni í gær.

Kókaínið var sent í timbursendingu frá Brasilíu í ágúst en sendingin fór fyrst til Hollands. Þar fundu tollverðir kókaínið og skiptu því út fyrir gerviefni. Sendingin var svo send áfram og var maður sem tók þau úr gámnum hér á landi handtekinn. Eftir það voru þrír aðrir handteknir en allir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Sjá einnig: Kókaínið var falið í timbursendingu frá Brasilíu

Fram kom í fréttum í sumar að götuvirði fíkniefnanna væri um tveir milljarðar króna.

Fyrir þetta mál var stærsta einstaka haldlagning lögreglunnar á kókaíni hér á landi frá 2016, þegar lögreglan fann sextán kíló.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×