„Ómögulegt fyrir markverði að vinna Gullboltann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 09:31 Þrátt fyrir að vinna Yashin verðlaunin fór Thibaut Courtois svekktur heim af Gullboltahátíðinni í gær. getty/Aurelien Meunier Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að það sé ómögulegt fyrir menn í hans stöðu að vinna Gullboltann. Samherji Courtois hjá Real Madrid, Karim Benzema, vann Gullboltann í fyrsta sinn á ferlinum í gær. Courtois endaði hins vegar í 7. sæti í kjörinu, eitthvað sem hann á erfitt með að sætta sig við. Courtois átti frábært tímabil með Real Madrid í fyrra. Hann varð Spánar- og Evrópumeistari með liðinu og var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid sigraði Liverpool, 1-0. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Karims Benzema. Ég er ekki að segja að ég hefði átt að vinna þetta en ég komst ekki einu sinni á verðlaunapall þrátt fyrir að vera markvörðurinn í liðinu sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina,“ sagði Courtois eftir verðlaunaathöfnina í París í gær. „Það virðist vera betra að skora mark en að koma í veg fyrir það. Þetta er barátta sem við getum ekki unnið. Þegar ég horfði á þetta og vitandi hvernig þeir kjósa vissi ég að ég ætti ekki möguleika á að vinna þetta. Það er ómögulegt að vinna þessi verðlaun. Ég veit ekki hvort markvörður getur gert meira en ég gerði á síðasta tímabili.“ Courtois hefur ýmislegt til síns máls því aðeins einn markvörður hefur unnið Gullboltann síðan hann var veittur í fyrsta sinn 1956. Lev Yashin vann Gullboltann 1963. Verðlaunin fyrir markvörð ársins eru nefnd í höfuðið á honum og Courtois fór heim með þau að þessu sinni. Sadio Mané endaði í 2. sæti í kjörinu í ár og Kevin De Bruyne í því þriðja. Tveir aðrir leikmenn Real Madrid fyrir utan Benzema og Courtois voru á meðal tíu efstu í kjörinu. Vinícius Júnior, sem skoraði sigurmark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool, var í 8. sæti og Luka Modric í því níunda. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Samherji Courtois hjá Real Madrid, Karim Benzema, vann Gullboltann í fyrsta sinn á ferlinum í gær. Courtois endaði hins vegar í 7. sæti í kjörinu, eitthvað sem hann á erfitt með að sætta sig við. Courtois átti frábært tímabil með Real Madrid í fyrra. Hann varð Spánar- og Evrópumeistari með liðinu og var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid sigraði Liverpool, 1-0. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Karims Benzema. Ég er ekki að segja að ég hefði átt að vinna þetta en ég komst ekki einu sinni á verðlaunapall þrátt fyrir að vera markvörðurinn í liðinu sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina,“ sagði Courtois eftir verðlaunaathöfnina í París í gær. „Það virðist vera betra að skora mark en að koma í veg fyrir það. Þetta er barátta sem við getum ekki unnið. Þegar ég horfði á þetta og vitandi hvernig þeir kjósa vissi ég að ég ætti ekki möguleika á að vinna þetta. Það er ómögulegt að vinna þessi verðlaun. Ég veit ekki hvort markvörður getur gert meira en ég gerði á síðasta tímabili.“ Courtois hefur ýmislegt til síns máls því aðeins einn markvörður hefur unnið Gullboltann síðan hann var veittur í fyrsta sinn 1956. Lev Yashin vann Gullboltann 1963. Verðlaunin fyrir markvörð ársins eru nefnd í höfuðið á honum og Courtois fór heim með þau að þessu sinni. Sadio Mané endaði í 2. sæti í kjörinu í ár og Kevin De Bruyne í því þriðja. Tveir aðrir leikmenn Real Madrid fyrir utan Benzema og Courtois voru á meðal tíu efstu í kjörinu. Vinícius Júnior, sem skoraði sigurmark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool, var í 8. sæti og Luka Modric í því níunda.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira