Innlent

Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur á Spáni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Friðrik starfaði sem löggiltur endurskoðandi og lét mikið að sér kveða í íþróttahreyfingunni.
Guðmundur Friðrik starfaði sem löggiltur endurskoðandi og lét mikið að sér kveða í íþróttahreyfingunni. Keilir

Guðmundur Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrverandi formaður golfklúbbsins Keilis, er látinn 76 ára. Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur í golfferð á Spáni í síðustu viku.

Guðmundar Friðriks er bæði minnst á heimasíðu Hauka og Keilis í dag sem syrgja góðan félaga. Guðmundur Friðrik var stjórnarmaður í handknattleiksdeild Hauka um áraraðir, formaður 1972 til 1978 og svo aftur og 1983 til 1985.

Hann sinnti meðal annars fjárhagsbókhaldi félagsins um áratuga skeið.

„Golfið var honum hugleikið hin seinni ár og hélt hann ásamt öðrum um gólfmót Hauka. Hans er nú sárt saknað og sendir félagið fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur,“ segir á heimasíðu Hauka.

Keilismenn senda fjölskyldu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.

Á Mbl.is kemur fram að Guðmundur var gift­ur Krist­ínu Hall­dóru Páls­dótt­ir hjúkr­un­ar­for­stjóra, sem lést 10. sept­em­ber 2020. Syn­ir Guðmund­ar eru þeir Jón­as Hag­an Guðmunds­son fædd­ur 1969 og Magnús Friðrik Guðmunds­son fædd­ur 1985.

Guðmund­ur var fædd­ur í Reykja­vík 28. júní 1946. Faðir hans var Sig­urður Magnús Guðmunds­son, fædd­ur 1923, lát­in 2010. Móðir hans var Jóna Sig­ríður Gísla­dótt­ir, fædd 1923, lát­in 2020.

Eft­ir­lif­andi systkini Guðmund­ar eru þau Axel Jóns­son, Val­gerður Sig­urðardótt­ir, Ragn­heiður Sig­urðardótt­ir, Björg Sig­urðardótt­ir og Aðal­heiður Dóra Sig­urðardótt­ir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×