„Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 10:41 Færsla Ilmar Kristjánsdóttur var kveikjan að miklum umræðum um lestrarkennslu barna. aðsend Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. Í færslu sinni segist Ilmur eiga strák í 3. bekk sem hafi áhuga á lestri. Hún leggi áherslu á það að hann lesi fallega og þannig að hann skilji það sem hann les. Einkunnir lækka og áhugi dvínar „En það virðist ekki vera lögð áhersla á það í skólanum, bara að hann lesi hratt. Um daginn kom hann heim úr skólanum og rétti mér blað, ég sá á líkamstjáningunni að hann skammaðist sín. Á blaðinu var helvítis hraðalínuritið -sem hafði farið niður á við, honum hafði farið aftur,“ segir Ilmur í færslu sinni á Facebook. Hún hafi snöggreiðst og rifið blaðið í tvennt þar sem hún hafi nýlega verið að hrósa honum fyrir að lesa með tilfinningu: „ég sé að hann kemur sjálfum sér á óvart þegar hann les og ég sé að hann eflist við það. Enda getur það verið mjög valdeflandi að heyra rödd sína hljóma.“ Ilmur hefur sömu sögu að segja af dóttur sinni. Eftir að áherslan í skólanum færðist yfir á leshraða fóru einkunnir að dala og áhugi að minnka. Þegar kennarinn var inntur eftir svörum um hvers vegna áherslan væri þessi var fátt um svör. „Enda virðist enginn skilja tilganginn með þessu. Ekki kveikir þetta áhuga á lestri, ekki eykur þetta skilning og ekki er þetta valdeflandi, svo mikið er víst,“ segir í færslu Ilmar. Hún furðar sig því á hvaðan fyrirmælin komi. Ekki hafi hún fundið nein vísindi Skólakerfi á villigötum Það voru einmitt vísindin sem voru til umræðu í umfjöllun fréttastofu um sama málefni í ágúst. Þar taldi Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, að sú gagnrýni sem fram hefur komið á lestrarkennslu sé réttmæt. Hún telur að miðað við vísindin sé kennslan á villigötum en kennarar hafa lengi kallað eftir lesskilningsprófum. Menntamálastofnun hefur aðeins gefið út lesfimipróf. Að sögn Svövu ættu lesskilningsprófin að vera löngu tilbúin en séu það ekki. Eiríkur Rögnvaldsson hóf umræðu á Málspjallshópi um sama málefni eftir að honum hafði borist bréf frá móður tveggja tvítyngdra barna sem hafi ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Lesa má það bréf í heild sinni í umræddri grein hér. Ilmur Kristjánsdóttir furðar sig á aðferðunum í lok færslu sinnar og bendir á þá staðreynd að ríflega þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég veit að ég get haft áhrif á mín börn og lagt sjálf áherslu á það að þau lesi fallega en ég hef nú ekki meiri áhrif en svo að áðan þegar við sonur minn vorum að fylla út blað fyrir foreldraviðtal og hann er þar spurður hvað hann vilji gera betur í skólanum, þá svarar hann "ég vil lesa hraðar". Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Í færslu sinni segist Ilmur eiga strák í 3. bekk sem hafi áhuga á lestri. Hún leggi áherslu á það að hann lesi fallega og þannig að hann skilji það sem hann les. Einkunnir lækka og áhugi dvínar „En það virðist ekki vera lögð áhersla á það í skólanum, bara að hann lesi hratt. Um daginn kom hann heim úr skólanum og rétti mér blað, ég sá á líkamstjáningunni að hann skammaðist sín. Á blaðinu var helvítis hraðalínuritið -sem hafði farið niður á við, honum hafði farið aftur,“ segir Ilmur í færslu sinni á Facebook. Hún hafi snöggreiðst og rifið blaðið í tvennt þar sem hún hafi nýlega verið að hrósa honum fyrir að lesa með tilfinningu: „ég sé að hann kemur sjálfum sér á óvart þegar hann les og ég sé að hann eflist við það. Enda getur það verið mjög valdeflandi að heyra rödd sína hljóma.“ Ilmur hefur sömu sögu að segja af dóttur sinni. Eftir að áherslan í skólanum færðist yfir á leshraða fóru einkunnir að dala og áhugi að minnka. Þegar kennarinn var inntur eftir svörum um hvers vegna áherslan væri þessi var fátt um svör. „Enda virðist enginn skilja tilganginn með þessu. Ekki kveikir þetta áhuga á lestri, ekki eykur þetta skilning og ekki er þetta valdeflandi, svo mikið er víst,“ segir í færslu Ilmar. Hún furðar sig því á hvaðan fyrirmælin komi. Ekki hafi hún fundið nein vísindi Skólakerfi á villigötum Það voru einmitt vísindin sem voru til umræðu í umfjöllun fréttastofu um sama málefni í ágúst. Þar taldi Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, að sú gagnrýni sem fram hefur komið á lestrarkennslu sé réttmæt. Hún telur að miðað við vísindin sé kennslan á villigötum en kennarar hafa lengi kallað eftir lesskilningsprófum. Menntamálastofnun hefur aðeins gefið út lesfimipróf. Að sögn Svövu ættu lesskilningsprófin að vera löngu tilbúin en séu það ekki. Eiríkur Rögnvaldsson hóf umræðu á Málspjallshópi um sama málefni eftir að honum hafði borist bréf frá móður tveggja tvítyngdra barna sem hafi ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Lesa má það bréf í heild sinni í umræddri grein hér. Ilmur Kristjánsdóttir furðar sig á aðferðunum í lok færslu sinnar og bendir á þá staðreynd að ríflega þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég veit að ég get haft áhrif á mín börn og lagt sjálf áherslu á það að þau lesi fallega en ég hef nú ekki meiri áhrif en svo að áðan þegar við sonur minn vorum að fylla út blað fyrir foreldraviðtal og hann er þar spurður hvað hann vilji gera betur í skólanum, þá svarar hann "ég vil lesa hraðar".
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira