Stofnun Alfred Wegeners verðlaunuð á Hringborði norðurslóða Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2022 19:11 Antje í stórkostlegu umhverfi á Grænlandi við samnefndan jökul. Vísir/RAX Stofnun Alfred Wegeners hlaut í kvöld verðlaun Hringborðs norðurslóða við hátíðlega athöfn í Hörpu en ráðstefnan hefur staðið þar yfir frá því á fimmtudag. Stofnunin stóð að baki umfangsmiklum leiðangri um norðurskautið árið 2019 þar sem hundrað manna áhöfn jökla-, umhverfis- og náttúrurfræðinga um borð í skipinu Polarstern safnaði umfangsmiklum gögnum um norðurskautsísinn á eins árs tímabili. Gögnin eru nú aðgengileg öllum í opnu gagnasafni rannsóknastofnunarinnar sem er nefnd í höfuðið á þýska jöklafræðingnum Alfred Wegener. Hann er jafnframt meðal fyrstu pólfara sögunnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofunum sem talin eru hafa lagt sitt af mörkum til umhverfismála og baráttu gegn loftslagsvánni, af því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Hringborðs norðurslóða. Árið 2016 voru verðlaunin fyrst veitt Ban Ki-moon, þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Árið 2019 hlaut John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna svo sömu viðurkenningu. Antje Boetius, framkvæmdastjóri Alfred Wegener stofnunarinnar, segir þessa viðurkenningu tilheyra öllum vísindamönnum. Nú sem fyrr sé mikilvægt að reyna að skilja hvað er að eiga sér stað og afhjúpa hvað framtíðin geti borið í skauti sér. Norðurslóðir séu einstakt umhverfi sem mæti miklum áskorunum vegna hnattrænar hlýnunar og séu heimili ótal menningarhópa. Markus Rex, vísindamaður hjá Alfred Wegener stofnuninni, segir verðlaunin vera mikinn heiður og telur að þau muni hjálpa stofnuninni að vera sterkari rödd fyrir norðurslóðir og gera þær sýnilegri. Heimshlutinn sé miðpunktur loftslagsbreytinga þar sem hlýnun eigi sér stað hvað hraðast og því sé mikilvægt að vekja athygli á stöðu mála þar á heimssviðinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Stofnunin stóð að baki umfangsmiklum leiðangri um norðurskautið árið 2019 þar sem hundrað manna áhöfn jökla-, umhverfis- og náttúrurfræðinga um borð í skipinu Polarstern safnaði umfangsmiklum gögnum um norðurskautsísinn á eins árs tímabili. Gögnin eru nú aðgengileg öllum í opnu gagnasafni rannsóknastofnunarinnar sem er nefnd í höfuðið á þýska jöklafræðingnum Alfred Wegener. Hann er jafnframt meðal fyrstu pólfara sögunnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofunum sem talin eru hafa lagt sitt af mörkum til umhverfismála og baráttu gegn loftslagsvánni, af því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Hringborðs norðurslóða. Árið 2016 voru verðlaunin fyrst veitt Ban Ki-moon, þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Árið 2019 hlaut John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna svo sömu viðurkenningu. Antje Boetius, framkvæmdastjóri Alfred Wegener stofnunarinnar, segir þessa viðurkenningu tilheyra öllum vísindamönnum. Nú sem fyrr sé mikilvægt að reyna að skilja hvað er að eiga sér stað og afhjúpa hvað framtíðin geti borið í skauti sér. Norðurslóðir séu einstakt umhverfi sem mæti miklum áskorunum vegna hnattrænar hlýnunar og séu heimili ótal menningarhópa. Markus Rex, vísindamaður hjá Alfred Wegener stofnuninni, segir verðlaunin vera mikinn heiður og telur að þau muni hjálpa stofnuninni að vera sterkari rödd fyrir norðurslóðir og gera þær sýnilegri. Heimshlutinn sé miðpunktur loftslagsbreytinga þar sem hlýnun eigi sér stað hvað hraðast og því sé mikilvægt að vekja athygli á stöðu mála þar á heimssviðinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16
Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00