Innlent

Á­fram fjórar vikur í gæslu­varð­haldi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karlmaðurinn leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum þegar hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Karlmaðurinn leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum þegar hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. vísir

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur.

Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Hinn karlmaðurinn, sem hefur sætt einangrun síðan þeir voru handteknir fyrir þremur vikum, er í dómsal sem stendur og bíður niðurstöðu dómara.

Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra.

Viðkomandi hafa verið kölluð til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna málsins og upplýst um þessi mál. Áður hafði lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að fremja hryðjuverk á árshátíð lögreglumanna.

Hámarkslengd gæsluvarðhalds hér á landi án þess að búið sé að gefa út ákæru er tólf vikur.

Uppfært klukkan 17:07

Báðir karlmennirnir hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×