Lífið

Saga og Villi í sögufrægri íbúð í gömlu verksmiðjuhúsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Villi og Saga eru á draumastaðnum í miðbæ Reykjavíkur. 
Villi og Saga eru á draumastaðnum í miðbæ Reykjavíkur. 

Listaparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson eða Saga Sig og Villi naglbítur eins og þau eru oftast kölluð, buðu Völu Matt heim í íbúð þeirra í 101 þar sem þau hafa verið smám saman að gera íbúðina að sinni með því til dæmis að mála parketið á gólfinu.

Villi og Saga endurnýta falleg klassísk húsgögn og plöntur eru um alla íbúð sem Villi sér um að halda á lífi af einstakri alúð. Þau eru ótrúlega fjölhæf og þekkt fyrir tónlist, ljósmyndun, sjónvarpsþætti, kvikmyndir, leikstjórn og nú málaralist sem þau stunda af mikilli ástríðu á sameiginlegri vinnustofu. Vala fékk að skoða íbúðina og einnig ævintýralega vinnustofu þeirra. Íbúðin er í raun sögufræg en áður bjuggu þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson í eigninni.

„Það eina sem við erum búin að gera hér að mála. Villi keypti þessa íbúð á sínum tíma og þetta er bara fræg íbúð,“ segir Saga og þá grípur Villi boltann: „Þetta er alveg yndisleg íbúð.“

Freyja sælgætisgerðin var í húsinu í gamla daga og er húsið því gamalt verksmiðjuhús.

„Við máluðum veggina og ákváðum síðan að mála gólfin. Við gátum ekki valið gólfefni og því ákváðum við bara að mála gólfin sem er geggjuð lausn. Það skiptir okkur miklu máli að hafa fallegt í kringum okkur enda erum við bæði mjög heimakær,“ segir Saga.

Ljósakrónan við borðstofuborðið heima hjá Villa og Sögu er gerð úr gömlum verðlaunabikurum og er einstaklega glæsileg.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×