Hvað getum við lært af Finnum? Hver er staðan hjá ríki og borg? Þessum og fleiri spurningum verður reynt að svara á ráðstefnu um rakaskemmdir og myglu í Háskólanum í Reykjavík.
Ráðstefnan hefst klukkan 13 og er hægt að fylgjast með henni í spilaranum hér fyrir neðan. Fjöldi erinda verður fluttur, meðal annars um reynslu Reykjavíkurborgar, ríkisins og Landspítalans.
Dagskrá
- 13:00 Opnun: Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
- 13:15 Fundarstjóri setur fram markmið málþings
- 13:20 Hvað getum við lært af Finnum? „Causes and assessment of moisture related IAQ problems in Finland": Miia Pitkaranta PhD microbiology, Vahanen
- 14:05 Reynslusaga heimilislæknis: Una Emilsdóttir sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði við Holbæk sjúkrahúsið í Danmörku.
- 14:25 Innivistarmál í Reykjavíkurborg: Rúnar Ingi Guðjónsson, deildarstjóri viðhalds fasteigna Reykjavíkurborgar
- 15:00 Staðan hjá ríki og borg: Sverrir Jóhannesson, eignastjóri FSRE
- 15:15 Landspítali Háskólasjúkrahús: Guðmundur Þór Sigurðsson, rekstrarstjóri fasteigna og lóða, LSH
- 15:30 Rakaástand bygginga, Askur: Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í innivist, EFLA
-
15:45 Pallborðsumræður: Dr. Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur - Böðvar Bjarnason, tæknifræðingur, EFLA - Indriði Níelsson, verkfræðingur, Verkís - Kristinn Alexandersson, tæknifræðingur, VSÓ - Margrét Harðardóttur arkitekt, Studio Granda
Fundarstjórn: Ólafur Wallevik, prófessor í iðn-og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík.