Innlent

Leigubíll stakkst út í Reykjavíkurtjörn

Kjartan Kjartansson skrifar
Leigubíll hafnaði með framendan út í Reykjavíkurtjörn í hálku að morgni 13. október 2022.
Leigubíll hafnaði með framendan út í Reykjavíkurtjörn í hálku að morgni 13. október 2022. Aðsend/Hrafnhildur

Engan sakaði þegar leigubíll stakkst ofan í Reykjavíkurtjörn við Fríkirkjuveg í morgun. Ökumaðurinn er sagður hafa misst stjórn á bifreiðinni í hálku.

Framendi bílsins lenti ofan í tjörninni en afturhjólin sátu uppi á göngustíg með fram Fríkirkjuvegi, rétt við gatnamótin við Skothúsveg eins og sjá má á myndum sem vegfarendur sendu Vísi í morgun.

Nú um klukkan níu voru tveir flutningabílar komnir á staðinn, þar á meðal einn með krana, að því er virtist til þess að freista þess að hífa bílinn upp á þurrt land.

Flughált hefur verið á götum og göngustígum borgarinnar í nótt og í morgun.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni í hálkunni með þeim afleiðingum að hún endaði í Tjörninni. Engin slys hafi orðið á fólki og bifreiðin sé lítið skemmd. Tjörnin hafi heldur ekki mengast vegna slyssins.

Flutningabílar, þar á meðal einn með krana, voru komnir á vettvang um níu leytið. Vísir/Helena

Uppfært 9:45 Upplýsingum úr tilkynningu lögreglunnar bætt við fréttina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.