Innlent

Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í manna­nafna­skrá

Atli Ísleifsson skrifar
Mannanafnanefnd fundaði fyrr í mánuðinum.
Mannanafnanefnd fundaði fyrr í mánuðinum. Getty

Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni.

Á vef Mannanafnanefndar má sjá að nefndin hafi samþykkt eiginnöfnin Elfríð (kvk), Salomína (kvk), Hanný (kvk), Elio (kk), Birningur (kk), Vana (kvk), Salvía (kvk) og svo Lauf sem skuli fært í mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.

Nefndin samþykkti einnig millinafnið Úlfstað sem hefur einnig verið fært í mannanafnaskrá.

Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga, nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru:

  • Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
  • Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
  • Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
  • Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Tengdar fréttir

Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor

Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×