Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Eiður Þór Árnason skrifar 3. júní 2022 16:31 Valmöguleikum valkvíðinna foreldra fjölgar ört. Getty/KatarzynaBialasiewicz Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Meðal skilyrða fyrir samþykki eiginnafna eru að þau geti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í íslensku máli, þau brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og séu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Þá mega eiginnöfn ekki eiga á hættu á að vera nafnbera til ama að mati mannanafnanefndar. Millinöfn skulu dregin af íslenskum orðstofnum eða hafa áunnið sér hefð í íslensku máli en mega ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna eru ekki heimil sem millinöfn og þá mega millinöfn ekki heldur vera nafnbera til ama. Nýjustu úrskurðir mannanafnanefndar hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt á fundi nefndarinnar þann 24. maí Eiginnafnið Sæmey (kvk.) Eiginnafnið Þórunnbjörg (kvk.) Eiginnafnið Fævý (kvk.) Eiginnafnið Stinne (kvk.) Eiginnafnið Jökli (kk.) Eiginnafnið Vin (kvk.) Eiginnafnið Emmi (kk.) Millinafnið Skipstað Eiginnafnið Omel (kk.) Eiginnafnið Esi (kk.) Eiginnafnið Hlýja (kvk.) Eiginnafnið Jónborg (kvk.) Eiginnafnið Jonna (kvk.) Eiginnafnið Sprettur (kk.) Eiginnafnið Adele (kvk.) Eiginnafnið Kenya (kvk.) Eiginnafnið Ray (kk.) Eiginnafnið Klöpp (kvk.) Eftirfarandi nöfnum var hafnað Eiginnafnið Ísjak (kk.) Eiginnafnið Senjor (kk.) Brjóti í bága við íslenskt málkerfi Hvort sem nafnið Ísjak er ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak, samanber rökstuðning umsækjanda, eða samsett úr orðinu ís og stofnmyndinni jak samræmist nafnið að mati mannanafnanefndar ekki því skilyrði að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Því var aðeins hægt samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því en nafnið birtist hvorki í þjóðskrá né manntölum frá 1703-1920. Var nafninu því hafnað. Í tilfelli Senjor reyndi á það skilyrði að eiginnafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafnið Senjor er samhljóða spænska orðinu senjor, sem merkir herra á íslensku. Fram kemur í úrskurði mannanafnanefndar að ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku. Taldi mannanafnanefnd ljóst, miðað við hefðir íslensks máls, að mannanöfn af þessu tagi væru ekki í samræmi við þær reglur sem unnið hafi sér hefð í íslensku máli. Þannig væri aðeins unnt að fallast á nafnið ef það hefði áunnið sér hefð í íslensku máli. Niðurstaða nefndarinnar var sú að svo væri ekki. Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10 Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51 Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Meðal skilyrða fyrir samþykki eiginnafna eru að þau geti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í íslensku máli, þau brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og séu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Þá mega eiginnöfn ekki eiga á hættu á að vera nafnbera til ama að mati mannanafnanefndar. Millinöfn skulu dregin af íslenskum orðstofnum eða hafa áunnið sér hefð í íslensku máli en mega ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna eru ekki heimil sem millinöfn og þá mega millinöfn ekki heldur vera nafnbera til ama. Nýjustu úrskurðir mannanafnanefndar hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt á fundi nefndarinnar þann 24. maí Eiginnafnið Sæmey (kvk.) Eiginnafnið Þórunnbjörg (kvk.) Eiginnafnið Fævý (kvk.) Eiginnafnið Stinne (kvk.) Eiginnafnið Jökli (kk.) Eiginnafnið Vin (kvk.) Eiginnafnið Emmi (kk.) Millinafnið Skipstað Eiginnafnið Omel (kk.) Eiginnafnið Esi (kk.) Eiginnafnið Hlýja (kvk.) Eiginnafnið Jónborg (kvk.) Eiginnafnið Jonna (kvk.) Eiginnafnið Sprettur (kk.) Eiginnafnið Adele (kvk.) Eiginnafnið Kenya (kvk.) Eiginnafnið Ray (kk.) Eiginnafnið Klöpp (kvk.) Eftirfarandi nöfnum var hafnað Eiginnafnið Ísjak (kk.) Eiginnafnið Senjor (kk.) Brjóti í bága við íslenskt málkerfi Hvort sem nafnið Ísjak er ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak, samanber rökstuðning umsækjanda, eða samsett úr orðinu ís og stofnmyndinni jak samræmist nafnið að mati mannanafnanefndar ekki því skilyrði að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Því var aðeins hægt samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því en nafnið birtist hvorki í þjóðskrá né manntölum frá 1703-1920. Var nafninu því hafnað. Í tilfelli Senjor reyndi á það skilyrði að eiginnafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafnið Senjor er samhljóða spænska orðinu senjor, sem merkir herra á íslensku. Fram kemur í úrskurði mannanafnanefndar að ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku. Taldi mannanafnanefnd ljóst, miðað við hefðir íslensks máls, að mannanöfn af þessu tagi væru ekki í samræmi við þær reglur sem unnið hafi sér hefð í íslensku máli. Þannig væri aðeins unnt að fallast á nafnið ef það hefði áunnið sér hefð í íslensku máli. Niðurstaða nefndarinnar var sú að svo væri ekki.
Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10 Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51 Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34
Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10
Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51
Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22