Innlent

Vilja fá að vera inni í vetur til að eiga mögu­leika á að verða ekki úti

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa
Ragnar Erling Hermansson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda.
Ragnar Erling Hermansson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson

Heimilislausir karlmenn efndu til setuverkfalls klukkan tíu í morgun í neyðarskýlinu Grandagarði. 

Þeir mótmæla því að þeir séu reknir út úr skýlinu á daginn í öllum veðrum, sama hvort þeir séu veikir eða ekki. Ósanngjarnt sé að konur fái að vera inni yfir daginn en þeir ekki. Þeir skora á Reykjavíkurborg að bæta út þessu sem fyrst.

Ragnar Erling Hermannsson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda segir stöðuna á mönnunum ekki góða, farið sé að verða kalt og þeir þurfi að redda sér skjóli á milli klukkan tíu og fimm á daginn. Hann segir stöðuna ólíðanlega.

Hann segir að sér þyki staðan ekki einungis erfið fyrir karlmennina sem um ræðir heldur einnig starfsfólkið sem sé tilneytt til að vísa þeim út. Staðan sé ósanngjörn gagnvart báðum starfsmönnum.

„Við náttúrulega bara köllum eftir því að geta fengið að vera líka með dagsetur inni þannig menn geti jafnað sig og bara átt möguleika á því að verða ekki úti í vetur,“ segir Ragnar.

Hann skorar á Reykjavíkurborg að bæta stöðuna strax en segir jafnframt að hópurinn muni fá sínu framgengt, sama hvað þeir þurfi að gera. Hópurinn hefur aftur efnt til setuverkfalls sem mun fara fram klukkan tíu í fyrramálið.

Viðtalið við Ragnar má sjá hér að ofan. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×