Innlent

Greiða atkvæði um frestun þings ASÍ fram á næsta vor

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Til stóð að kjósa í forystuembætti ASÍ í dag. Nú eru líkur á að þinginu verði frestað til næsta vors.
Til stóð að kjósa í forystuembætti ASÍ í dag. Nú eru líkur á að þinginu verði frestað til næsta vors.

Tillaga um að fresta þingi ASÍ til næsta vors var lögð fram fyrir stundu. Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar lagði fram tillöguna ásamt fleiri þingfulltrúum.

Finnbjörn var fyrsti flutningsmaður tillögunnar en umræður um hana hafa staðið yfir nú í um hálftíma. Atkvæðagreiðsla fer fram innan stundar.

Greitt verður atkvæði um tillöguna á næstu mínútum.vísir/Steingrímur Dúi
Frá þingi dagsins.vísir/Steingrímur Dúi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×