Gríðarleg eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að flóttamönnum á netinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. október 2022 22:30 Valiant Richey, yfirmaður mansalsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, segir alla þurfa að vera á verði. Stöð 2 Eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að úkraínskum flóttamönnum á netinu hefur aukist gríðarlega undanfarið, meðal annars á Íslandi. Þeir sem stundi mansal nýti það til að þvinga varnarlaust fólk til kynlífsþrælkunar. Yfirmaður mansalsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu segir íslensk stjórnvöld og lögreglu þurfa að vera á verði og beina athyglinni að netinu. Teymi á vegum Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu er á landinu um þessar mundir til að ráðleggja íslenskum stjórnvöldum þegar kemur að mansali, meðal annars með tilliti til gríðarlegs fjölda flóttamanna frá Úkraínu í Evrópu. Valiant Richey, yfirmaður mansalsdeildar ÖSE, segir íslensk stjórnvöld hafa staðið sig vel í baráttunni gegn mansali í raunheiminum. Lögunum í kringum mansal var breytt í júní 2021 og var skilgreining laganna víkkuð með það að markmiði að fleiri mál fái framgang í refsivörslukerfinu. Í apríl var fyrsta sakfellingin fyrir mansal í rúman áratug. Nú blasir þó annars konar vandamál við. „Það hefur verið mikil áhersla á birtingarmyndir mansals utan netsins en nú þarf að beina athyglinni að netinu,“ segir Richey en eitt helsta áhyggjuefnið núna er mikil eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að flóttamönnum á netinu. „Leitarorð eins og "úkraínskt klám", "úkraínskar fylgdarkonur", "úkraínskar konur fyrir kynlíf" eru orðin 200 til 600 prósent algengari á ÖSE-svæðinu. Þetta veldur okkur áhyggjum því þeir sem stunda mansal vita þetta og munu bregðast við því með því að reyna að þvinga varnarlaust fólk til kynlífsþrælkunar,“ segir Richey. Vísbendingar séu um að sambærileg þróun sé að eiga sér stað hér á landi og því þurfi lögregla og fleiri að einblína sérstaklega á misnotkun á netinu og hafa frumkvæði á því að kanna þessi mál, meðal annars með því að leita sérstaklega á vefsíðum þar sem kynlíf er auglýst og hætta er á misnotkun. Þá þurfi íslensk stjórnvöld alvarlega að íhuga að leggja fram lagafrumvörp sem krefja fyrirtæki um að tryggja að vettvangur þeirra sé öruggur. „Mikillar árvekni er þörf hjá stjórnvöldum núna. Ég held að margir freistist til að halda að fólk sé öruggt og að við þurfum ekki að gera eins mikið. Það er ekki tilfellið. Við verðum halda árvekni okkar og vera sterk í forvarnarstarfinu og gæta öryggis fólks,“ segir Richey. Þá þurfi samfélagið allt að taka þátt, enda ljóst að vandinn muni ekki leysast í náinni framtíð. Viðbúið er að jaðarsettir hópar eins og Úkraínumenn verði aðeins í viðkvæmari stöðu eftir því sem fram líður og að fjöldi flóttamanna muni mögulega aukast. „Ef það eru ekki Úkraínumenn þá verður það einhver annar hópur sem er jaðarsettur, sem er viðkvæmur, sem er misnotaður. Þetta útheimtir mikla athygli og árvekni til að tryggja öryggi fólks og að þeir sem valda þessum skaða séu látnir sæta ábyrgð,“ segir Richey en hann kveðst bjartsýnn á að hægt sé að leysa vandann að lokum. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Klám Tengdar fréttir Rúmlega 90 prósent þolenda vændis hafi orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi Rúmlega 60 prósent þolenda vændis sem hafa leitað til Stígamóta frá árinu 2013 hafa reynt að fremja sjálfsvíg og um 92 prósent þeirra höfðu orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi á lífsleiðinni, 80 prósent fyrir átján ára aldur. Þetta er meðal niðurstaða rannsóknar sem kynnt verða á málþingi um vændi í dag. Talskona Stígamóta segir mikilvægt að fólk átti sig á skaðlegum áhrifum vændis og varpi ljósi á gerendur. 22. september 2022 13:31 Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Ísland aftur fyrsta flokks í baráttunni gegn mansali Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug. 21. júlí 2022 09:02 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Teymi á vegum Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu er á landinu um þessar mundir til að ráðleggja íslenskum stjórnvöldum þegar kemur að mansali, meðal annars með tilliti til gríðarlegs fjölda flóttamanna frá Úkraínu í Evrópu. Valiant Richey, yfirmaður mansalsdeildar ÖSE, segir íslensk stjórnvöld hafa staðið sig vel í baráttunni gegn mansali í raunheiminum. Lögunum í kringum mansal var breytt í júní 2021 og var skilgreining laganna víkkuð með það að markmiði að fleiri mál fái framgang í refsivörslukerfinu. Í apríl var fyrsta sakfellingin fyrir mansal í rúman áratug. Nú blasir þó annars konar vandamál við. „Það hefur verið mikil áhersla á birtingarmyndir mansals utan netsins en nú þarf að beina athyglinni að netinu,“ segir Richey en eitt helsta áhyggjuefnið núna er mikil eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að flóttamönnum á netinu. „Leitarorð eins og "úkraínskt klám", "úkraínskar fylgdarkonur", "úkraínskar konur fyrir kynlíf" eru orðin 200 til 600 prósent algengari á ÖSE-svæðinu. Þetta veldur okkur áhyggjum því þeir sem stunda mansal vita þetta og munu bregðast við því með því að reyna að þvinga varnarlaust fólk til kynlífsþrælkunar,“ segir Richey. Vísbendingar séu um að sambærileg þróun sé að eiga sér stað hér á landi og því þurfi lögregla og fleiri að einblína sérstaklega á misnotkun á netinu og hafa frumkvæði á því að kanna þessi mál, meðal annars með því að leita sérstaklega á vefsíðum þar sem kynlíf er auglýst og hætta er á misnotkun. Þá þurfi íslensk stjórnvöld alvarlega að íhuga að leggja fram lagafrumvörp sem krefja fyrirtæki um að tryggja að vettvangur þeirra sé öruggur. „Mikillar árvekni er þörf hjá stjórnvöldum núna. Ég held að margir freistist til að halda að fólk sé öruggt og að við þurfum ekki að gera eins mikið. Það er ekki tilfellið. Við verðum halda árvekni okkar og vera sterk í forvarnarstarfinu og gæta öryggis fólks,“ segir Richey. Þá þurfi samfélagið allt að taka þátt, enda ljóst að vandinn muni ekki leysast í náinni framtíð. Viðbúið er að jaðarsettir hópar eins og Úkraínumenn verði aðeins í viðkvæmari stöðu eftir því sem fram líður og að fjöldi flóttamanna muni mögulega aukast. „Ef það eru ekki Úkraínumenn þá verður það einhver annar hópur sem er jaðarsettur, sem er viðkvæmur, sem er misnotaður. Þetta útheimtir mikla athygli og árvekni til að tryggja öryggi fólks og að þeir sem valda þessum skaða séu látnir sæta ábyrgð,“ segir Richey en hann kveðst bjartsýnn á að hægt sé að leysa vandann að lokum.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Klám Tengdar fréttir Rúmlega 90 prósent þolenda vændis hafi orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi Rúmlega 60 prósent þolenda vændis sem hafa leitað til Stígamóta frá árinu 2013 hafa reynt að fremja sjálfsvíg og um 92 prósent þeirra höfðu orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi á lífsleiðinni, 80 prósent fyrir átján ára aldur. Þetta er meðal niðurstaða rannsóknar sem kynnt verða á málþingi um vændi í dag. Talskona Stígamóta segir mikilvægt að fólk átti sig á skaðlegum áhrifum vændis og varpi ljósi á gerendur. 22. september 2022 13:31 Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Ísland aftur fyrsta flokks í baráttunni gegn mansali Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug. 21. júlí 2022 09:02 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rúmlega 90 prósent þolenda vændis hafi orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi Rúmlega 60 prósent þolenda vændis sem hafa leitað til Stígamóta frá árinu 2013 hafa reynt að fremja sjálfsvíg og um 92 prósent þeirra höfðu orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi á lífsleiðinni, 80 prósent fyrir átján ára aldur. Þetta er meðal niðurstaða rannsóknar sem kynnt verða á málþingi um vændi í dag. Talskona Stígamóta segir mikilvægt að fólk átti sig á skaðlegum áhrifum vændis og varpi ljósi á gerendur. 22. september 2022 13:31
Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29
Ísland aftur fyrsta flokks í baráttunni gegn mansali Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug. 21. júlí 2022 09:02