Innlent

Tann­læknar sjá merki þess að ung­­menni séu að nota nikó­tín­púða

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns hélt erindi í dag á málþingi um nikótín og heilsu.
Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns hélt erindi í dag á málþingi um nikótín og heilsu. Vísir/Egill

Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur.

Nikótínpúðar hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi á allra síðustu árum. Sífellt fleiri nota púðana en notkun þeirra og áhrifin á munnholið var á meðal þess sem rætt var á málþingi í dag um nikótín og heilsu. Tannlæknar hér á landi eru farnir að sjá merki þess að fólk sé að nota púðana.

„Maður hefur séð þetta svona kannski töluvert hjá fimmtán til tuttugu ára einstaklingum og eldri. Ég hef ekki séð þetta mikið hjá einstaklingum sem eru yngri en það,“ segir Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns.

Hann segir áhrif vera staðbundin.

„Það svona sem sést hjá flestum eru svona þykknanir á slímhúðinni sem valda svona hvítlitum breytingum og þessar breytingar eru afturkræfar en þær sjást hjá öllum í rauninni sem taka í vörina.“

Ef fólk notar hins vegar púðana í langan tíma geti það haft varanleg áhrif á tannholdið.

„Verstu tilfellin eru þannig að kannski tannholdið er farið að hörfa mjög mikið. Það eru kannski komin sár og þetta gerist á mjög skömmum tíma stundum. Það geta komið svona beinútbunganir og geta komið svona slímhúðargluggar þar sem slímhúðin rofar í rauninni bara inn að beini og þetta getur í rauninni valdið því að bara kannski helmingurinn af rótinni verður berskjaldaður á augntönnum sérstaklega sem standa svona svolítið út og þetta er óafturkræft og erfitt að laga þetta.“


Tengdar fréttir

Loksins lög um nikó­tín­púða

Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×