Loksins lög um nikótínpúða Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 09:01 Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur. Komið var á reglum um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á nikótínvörum og þar eru púðarnir að mestu felldir undir sömu reglur og gilda um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Vissulega sýnist sitt hverjum um reglur varðandi meðferð og markaðssetningu tóbaks og skyldra vara sem oft eru kallaðar staðgönguvörur tóbaks. Það eru þó allir sammála, jafnt söluaðilar sem og fólk sem vinnur að forvörnum, um mikilvægi þess að um þessar vörur gildi skýrt regluverk og að leitað sé leiða til að draga úr líkum á að börn og ungmenni verði háð neyslu vöru af þessu tagi. Hvað tafði? Margir furða sig á að löggjafinn hafi ekki sett lög um notkun nikótínpúða fyrir löngu, en þegar nánar er að gáð hefur þessi vara aðeins verið á markaði í tæplega 3 ár. Þrátt fyrir það hafa heilbrigðisyfirvöldum borist fjölmörg erindi er varða nikótínpúða og fyrirspurnir um lagaumhverfi þeirra, hugsanlega leyfisskyldu fyrir sölu og markaðssetningu þeirra. Eftirlitsstofnanir sem fylgjast með öryggi vöru á markaði lentu í vandræðum því varan féll hvorki undir lög um lyf, matvæli eða tóbak. Fólk sem starfar með börnum og ungmennum átti í vandræðum við að móta reglur um neyslu, þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram, vegna skorts á leiðsögn í löggjöfinni. Hvað breytist? Með lagabreytingunni eru settar skýrar reglur um meðferð, sölu og markaðssetningu nikótínpúða og er ætlunin að tryggja eftir fremsta megni öryggi neytenda varanna og annarra sem til þeirra gætu náð, þar á meðal barna. Nú liggur fyrir að einungis einstaklingum 18 ára og eldri er heimilt að kaupa nikótínvörur og sama gildir um þá sem selja nikótínvörur. Óheimilt er að hafa á umbúðum nikótínvara texta eða myndmál sem geti höfðað sérstaklega til barna og ungmenna, að tryggt sé að nikótínvörur séu ekki staðsettar þar sem börn nái til og sýnileikabann gildi um vörurnar á sölustöðum þannig að þær verði ekki sýnilegar viðskiptavinum. Þá er skýrt að: „Notkun nikótínvara er óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram, svo sem í dagvistun, félags-, íþrótta- og tómstundastarfi, eins og til dæmis leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, vinnuskólum og annarri sambærilegri starfsemi fyrir börn yngri en 18 ára.“ Þar með hefur allur vafi verið tekinn af um að notkun nikótínpúða sé óheimil alls staðar þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun, sem og í skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, hvort sem það á sér stað innan dyra eða utan. Þá er smásalan felld undir sambærilegar reglur og tóbak og neftóbak og á nú ekki að vera sýnileg í verslunum, nema um sérverslanir sé að ræða. Við samþykkt málsins voru álitamálin leyst af virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og með mikilvægi forvarna að leiðarljósi. Forvarnir og lýðheilsa eru viðvarandi verkefni sem þarf að halda áfram að vinna að og horfa samtímis til öryggis, samræmis og jafnræðis varðandi reglur um sölu, auglýsingar og eftirlit. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Rafrettur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Nikótínpúðar Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur. Komið var á reglum um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á nikótínvörum og þar eru púðarnir að mestu felldir undir sömu reglur og gilda um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Vissulega sýnist sitt hverjum um reglur varðandi meðferð og markaðssetningu tóbaks og skyldra vara sem oft eru kallaðar staðgönguvörur tóbaks. Það eru þó allir sammála, jafnt söluaðilar sem og fólk sem vinnur að forvörnum, um mikilvægi þess að um þessar vörur gildi skýrt regluverk og að leitað sé leiða til að draga úr líkum á að börn og ungmenni verði háð neyslu vöru af þessu tagi. Hvað tafði? Margir furða sig á að löggjafinn hafi ekki sett lög um notkun nikótínpúða fyrir löngu, en þegar nánar er að gáð hefur þessi vara aðeins verið á markaði í tæplega 3 ár. Þrátt fyrir það hafa heilbrigðisyfirvöldum borist fjölmörg erindi er varða nikótínpúða og fyrirspurnir um lagaumhverfi þeirra, hugsanlega leyfisskyldu fyrir sölu og markaðssetningu þeirra. Eftirlitsstofnanir sem fylgjast með öryggi vöru á markaði lentu í vandræðum því varan féll hvorki undir lög um lyf, matvæli eða tóbak. Fólk sem starfar með börnum og ungmennum átti í vandræðum við að móta reglur um neyslu, þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram, vegna skorts á leiðsögn í löggjöfinni. Hvað breytist? Með lagabreytingunni eru settar skýrar reglur um meðferð, sölu og markaðssetningu nikótínpúða og er ætlunin að tryggja eftir fremsta megni öryggi neytenda varanna og annarra sem til þeirra gætu náð, þar á meðal barna. Nú liggur fyrir að einungis einstaklingum 18 ára og eldri er heimilt að kaupa nikótínvörur og sama gildir um þá sem selja nikótínvörur. Óheimilt er að hafa á umbúðum nikótínvara texta eða myndmál sem geti höfðað sérstaklega til barna og ungmenna, að tryggt sé að nikótínvörur séu ekki staðsettar þar sem börn nái til og sýnileikabann gildi um vörurnar á sölustöðum þannig að þær verði ekki sýnilegar viðskiptavinum. Þá er skýrt að: „Notkun nikótínvara er óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram, svo sem í dagvistun, félags-, íþrótta- og tómstundastarfi, eins og til dæmis leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, vinnuskólum og annarri sambærilegri starfsemi fyrir börn yngri en 18 ára.“ Þar með hefur allur vafi verið tekinn af um að notkun nikótínpúða sé óheimil alls staðar þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun, sem og í skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, hvort sem það á sér stað innan dyra eða utan. Þá er smásalan felld undir sambærilegar reglur og tóbak og neftóbak og á nú ekki að vera sýnileg í verslunum, nema um sérverslanir sé að ræða. Við samþykkt málsins voru álitamálin leyst af virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og með mikilvægi forvarna að leiðarljósi. Forvarnir og lýðheilsa eru viðvarandi verkefni sem þarf að halda áfram að vinna að og horfa samtímis til öryggis, samræmis og jafnræðis varðandi reglur um sölu, auglýsingar og eftirlit. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun