Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. október 2022 19:00 Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns hélt erindi í dag á málþingi um nikótín og heilsu. Vísir/Egill Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. Nikótínpúðar hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi á allra síðustu árum. Sífellt fleiri nota púðana en notkun þeirra og áhrifin á munnholið var á meðal þess sem rætt var á málþingi í dag um nikótín og heilsu. Tannlæknar hér á landi eru farnir að sjá merki þess að fólk sé að nota púðana. „Maður hefur séð þetta svona kannski töluvert hjá fimmtán til tuttugu ára einstaklingum og eldri. Ég hef ekki séð þetta mikið hjá einstaklingum sem eru yngri en það,“ segir Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns. Hann segir áhrif vera staðbundin. „Það svona sem sést hjá flestum eru svona þykknanir á slímhúðinni sem valda svona hvítlitum breytingum og þessar breytingar eru afturkræfar en þær sjást hjá öllum í rauninni sem taka í vörina.“ Ef fólk notar hins vegar púðana í langan tíma geti það haft varanleg áhrif á tannholdið. „Verstu tilfellin eru þannig að kannski tannholdið er farið að hörfa mjög mikið. Það eru kannski komin sár og þetta gerist á mjög skömmum tíma stundum. Það geta komið svona beinútbunganir og geta komið svona slímhúðargluggar þar sem slímhúðin rofar í rauninni bara inn að beini og þetta getur í rauninni valdið því að bara kannski helmingurinn af rótinni verður berskjaldaður á augntönnum sérstaklega sem standa svona svolítið út og þetta er óafturkræft og erfitt að laga þetta.“ Heilbrigðismál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Loksins lög um nikótínpúða Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur. 15. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Nikótínpúðar hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi á allra síðustu árum. Sífellt fleiri nota púðana en notkun þeirra og áhrifin á munnholið var á meðal þess sem rætt var á málþingi í dag um nikótín og heilsu. Tannlæknar hér á landi eru farnir að sjá merki þess að fólk sé að nota púðana. „Maður hefur séð þetta svona kannski töluvert hjá fimmtán til tuttugu ára einstaklingum og eldri. Ég hef ekki séð þetta mikið hjá einstaklingum sem eru yngri en það,“ segir Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns. Hann segir áhrif vera staðbundin. „Það svona sem sést hjá flestum eru svona þykknanir á slímhúðinni sem valda svona hvítlitum breytingum og þessar breytingar eru afturkræfar en þær sjást hjá öllum í rauninni sem taka í vörina.“ Ef fólk notar hins vegar púðana í langan tíma geti það haft varanleg áhrif á tannholdið. „Verstu tilfellin eru þannig að kannski tannholdið er farið að hörfa mjög mikið. Það eru kannski komin sár og þetta gerist á mjög skömmum tíma stundum. Það geta komið svona beinútbunganir og geta komið svona slímhúðargluggar þar sem slímhúðin rofar í rauninni bara inn að beini og þetta getur í rauninni valdið því að bara kannski helmingurinn af rótinni verður berskjaldaður á augntönnum sérstaklega sem standa svona svolítið út og þetta er óafturkræft og erfitt að laga þetta.“
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Loksins lög um nikótínpúða Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur. 15. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Loksins lög um nikótínpúða Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur. 15. ágúst 2022 09:01