Vill gera Freaky Friday 2: „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. október 2022 11:30 Þær Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan léku mæðgurnar Tess og Önnu. Getty/Stephane Cardinale-James Gourley Stórleikkonuna Jamie Lee Curtis langar til þess að gera framhald af vinsælu Disney myndinni Freaky Friday sem hún lék í fyrir um tuttugu árum síðan. Myndin Freaky Friday kom út árið 2003. Þar lék Curtis taugaspennta sálfræðinginn Tess sem var í miðjum brúðkaupsundirbúningi. Lindsay Lohan, ein skærasta unglingsstjarna þessa tíma, fór með hlutverk Önnu, dóttur Tess, sem þjáðist af mikilli unglingaveiki. Þegar þær mæðgur skipta svo skyndilega um líkama fer allt í steik. Myndin var endurgerð myndar frá árinu 1977, þar sem Jodie Foster hafði farið með aðalhlutverkið. Endurgerðin naut gríðarlegra vinsælda og var hún endurgerð aftur árið 2018 með öðrum leikurum. Búin að skrifa til Disney varðandi framhald Hin 63 ára gamla Jamie Lee Curtis var gestur í þættinum The View í gær. Þar var hún spurð hvort hún gæti hugsað sér að gera framhald af Freaky Friday. „Ég er algjörlega opin fyrir því. Ég er nú þegar búin að skrifa vinum mínum hjá Disney,“ svaraði Curtis sem fer með hlutverk í nýrri útgáfu af Disney myndinni The Haunted Mansion. Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freaky Friday árið 2003.Getty/Carlo Allegri Vill sjá Lohan sem kynþokkafulla ömmu Um tuttugu ár liðin frá því að við við sáum mæðgurnar Tess og Önnu síðast. Ef til framhaldsmyndar kæmi væru þær því orðnar talsvert eldri og komnar á nýjan stað í lífinu þegar þær myndu svo skipta um líkama á nýjan leik. Curtis hefur sínar eigin hugmyndir um söguþráðinn. „Leyfið mér að vera gömul amma. Svo skiptum við um líkama og Lindsay verður kynþokkafull amma sem er ennþá að hafa gaman með Mark Harmon með öllum mögulegum leiðum sem hægt er að hafa gaman. Þið vitið hvað ég meina,“ en Mark Harmon lék eiginmann Tess og stjúpföður Önnu. „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna. Á meðan væri ég að eiga fullt í fangi með smábörn, sem gömul kona í heiminum eins og hann er í dag.“ Lindsay Lohan hefur látið lítið fyrir sér fara í heimi kvikmynda síðustu ár. En hún snýr nú aftur í Netflix jólamyndinni Falling for Christmas sem kemur út 10. nóvember. Lohan virðist því vera að hefja nýjan kafla í sínu lífi. Það er því aldrei að vita nema hún sé tilbúin að bregða sér í hlutverk Önnu einu sinni enn. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Curtis. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Myndin Freaky Friday kom út árið 2003. Þar lék Curtis taugaspennta sálfræðinginn Tess sem var í miðjum brúðkaupsundirbúningi. Lindsay Lohan, ein skærasta unglingsstjarna þessa tíma, fór með hlutverk Önnu, dóttur Tess, sem þjáðist af mikilli unglingaveiki. Þegar þær mæðgur skipta svo skyndilega um líkama fer allt í steik. Myndin var endurgerð myndar frá árinu 1977, þar sem Jodie Foster hafði farið með aðalhlutverkið. Endurgerðin naut gríðarlegra vinsælda og var hún endurgerð aftur árið 2018 með öðrum leikurum. Búin að skrifa til Disney varðandi framhald Hin 63 ára gamla Jamie Lee Curtis var gestur í þættinum The View í gær. Þar var hún spurð hvort hún gæti hugsað sér að gera framhald af Freaky Friday. „Ég er algjörlega opin fyrir því. Ég er nú þegar búin að skrifa vinum mínum hjá Disney,“ svaraði Curtis sem fer með hlutverk í nýrri útgáfu af Disney myndinni The Haunted Mansion. Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freaky Friday árið 2003.Getty/Carlo Allegri Vill sjá Lohan sem kynþokkafulla ömmu Um tuttugu ár liðin frá því að við við sáum mæðgurnar Tess og Önnu síðast. Ef til framhaldsmyndar kæmi væru þær því orðnar talsvert eldri og komnar á nýjan stað í lífinu þegar þær myndu svo skipta um líkama á nýjan leik. Curtis hefur sínar eigin hugmyndir um söguþráðinn. „Leyfið mér að vera gömul amma. Svo skiptum við um líkama og Lindsay verður kynþokkafull amma sem er ennþá að hafa gaman með Mark Harmon með öllum mögulegum leiðum sem hægt er að hafa gaman. Þið vitið hvað ég meina,“ en Mark Harmon lék eiginmann Tess og stjúpföður Önnu. „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna. Á meðan væri ég að eiga fullt í fangi með smábörn, sem gömul kona í heiminum eins og hann er í dag.“ Lindsay Lohan hefur látið lítið fyrir sér fara í heimi kvikmynda síðustu ár. En hún snýr nú aftur í Netflix jólamyndinni Falling for Christmas sem kemur út 10. nóvember. Lohan virðist því vera að hefja nýjan kafla í sínu lífi. Það er því aldrei að vita nema hún sé tilbúin að bregða sér í hlutverk Önnu einu sinni enn. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Curtis.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54