Innlent

Ís­lendingar í út­löndum sem aldrei fyrr í septem­ber

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Brottfarir Íslendinga um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði slóu met fyrir septembermánuð. Frá áramótum hafa 1,3 milljónir erlenda farið frá Íslandi.

Ferðamálastofa mælir brottfarir erlendra ferðamanna sem og Íslendinga, svo halda megi utan um tölur um hversu margir sækja landið heim á ári hverju, sem og ferðavenjur Íslendinga.

Brottfarir Íslendinga voru um 60 þúsund í september og hafa aldrei mælst fleiri í þessum mánuði ársins. Frá áramótum hafa brottfarir Íslendinga mælst um 441 þúsund eða 95 prósent af því sem þær mældust á sama tímabili árið 2017, 87 prósent af því sem þær mældust á sama tímabili 2018 og 94 prósent af því sem þær mældust 2019, að því er segir á vef Ferðamálastofu.

Bandaríkjamenn eru sólgnir í Íslandsferðir.Vísir/Vilhelm

Í síðasta mánuði voru brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli 177 þúsund. Um er að ræða fjórða fjölmennasta september frá því mælingar hófust. Brottfarir í september voru 76% af því sem þær voru í september 2018 þegar mest var, að því er fram kemur á vef Ferðamálastofu.

Bandaríkjamenn hafa verið fjölmennasta þjóðernið í ágústmánuði frá 2013 og eru brottfarir þeirra í september álíka margar og í september 2017, eða um 53 þúsund. Flestar hafa brottfarir Bandaríkjamanna mælst í september 2018, 82 þúsund talsins.

„Frá áramótum hefur um 1,3 milljón erlendra farþega farið frá Íslandi en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um 445 þúsund talsins. Enn er nokkuð langt í land að ná þeim fjölda brottfara sem var fyrir kórónaveirufaraldurinn en brottfarir voru tæplega 1.550 þúsund talsins á tímabilinu janúar til september 2019, um 277 þúsund fleiri en í ár.“


Tengdar fréttir

Tíðar tásu­myndir frá Tene vís­bending um kröftuga einka­neyslu

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.