Lífið

„Þetta er svo kolrangt í dag“

Elísabet Hanna skrifar
Gói rifjar upp hlutverk sem hann hefði viljað sleppa.
Gói rifjar upp hlutverk sem hann hefði viljað sleppa. Vísir.

Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957.

Gústi spurði Góa hvaða verkefni hann sæi mest eftir að hafa tekið þátt í. Hann var ekki lengi að svara og rifjar upp hlutverk þar sem hann var látinn leika einstakling af indverskum uppruna í þættinum Marteinn. „Þetta mun ég aldrei gera aftur,“ segir hann um hlutverkið. 

Hann segist hafa verið farðaður og talað með hreim. „Þetta er svo kolrangt í dag, þetta var líka rangt þá en það var bara enginn að pæla í þessu. Sem betur fer erum við á öðrum stað í dag,“ segir hann.

Hér að neðan má heyra klippuna í heild sinni:

Klippa: Veislan með Gústa B - Gói rifjar upp hlutverk sem hann hefði viljað sleppa

Hringekjan sem floppaði

Hann segir þáttinn Hringekjuna hafa floppað en segist þó vera stoltur af þættinum. Gói segist einnig hafa lært það hvernig ætti ekki að búa til sjónvarpsefni og sé nú reynslunni ríkari. 

Kvöldið sem fyrsti þátturinn fór í loftið var Gói að sýna í leikhúsinu. Hann lýsir því þegar hann kom heim og opnaði tölvuna til þess að kanna viðbrögðin „Ég sá æluna, hún sko skvettist á mig í gegnum tölvuskjáinn. Það var allt vitlaust. Ég var bara ömurlegur, ófyndinn, viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ segir hann meðal annars og lýsir því hvernig hann fann kökkinn myndast í hálsinum. 

Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan:


Tengdar fréttir

Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis

Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu.

Gói og Ingibjörg eignuðust sitt þriðja barn

Hjónin Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, og Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, ljósmóðir, eignuðust dreng í vikunni en Gói greinir frá þessu á Facebook.

Gói stendur á tímamótum

Stórleikarinn Guðjón Davíð Karlsson er 35 ára í dag, en að auki tíu ára útskriftarafmæli úr Leiklístarskólanum


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.