Gói stendur á tímamótum Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 8. apríl 2015 11:30 Guðjón Davíð Karlsson, afmælisbarn dagsins. Vísir/Stefán „Þetta er bara fagnaðarefni fyrir íslensku þjóðina,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Nei nei, svo ég tali nú af fullri alvöru þá fylgir þessu auðvitað aukinn þroski og almenn gleði. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá þakkar maður fyrir að hafa góða heilsu,“ bætir hann við hress. Í tilefni dagsins segist Guðjón meðal annars ætla að fara út að borða í hádeginu með konunni. „Ég er svo að sýna um kvöldið, Er ekki nóg að elska? í Borgarleikhúsinu, fyrstu sýningu eftir páskafrí.“ Þetta ár verður ansi viðburðarríkt hjá Góa, en auk þess að vera að flytja sig yfir til Þjóðleikhússins í haust, heldur hann einnig upp á tíu ára útskriftarafmæli úr leiklistarskólanum. „Þegar ég útskrifaðist þá hafði Hilmir Snær verið í bransanum í ellefu ár og leikkonur eins og Halldóra Geirharðs áttu tíu ára útskriftarafmæli. Fyrir mér voru þau búin að leika í fullt af verkum og átt svo mörg eftirminnileg hlutverk, þannig að ég hugsaði með mér hvort ég myndi einhverntíma endast svona lengi í bransanum. Í dag finnst mér þetta hinsvegar hafa gerst í gær,“ segir Gói og hlær. Um páskana heimsótti Gói Akureyri ásamt fjölskyldunni sinni. „Það er og var alveg stórkostlegt að vera á Akureyri, ég fékk alveg sælutilfinningu að koma þangað.“ Gói var, eins og kunnugt er, ráðinn til Leikfélags Akureyrar strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum. „Þetta var ótrúlega gott start fyrir mig sem leikara og var nokkurskonar masterclass í leiklist. Þarna voru 5-6 sýningar á viku, og hin fleyga setning „list endurtekningarinnar“ átti vel við, það þýddi ekkert að vera með neitt múður.“ Hann segist eiga Magnúsi Geir Þórðarsyni mikið að þakka fyrir að hafa spottað hann og ráðið hann til sín á Akureyri og svo síðar í Borgarleikhúsið. Í haust færir Gói sig til Þjóðleikhússins, þar sem hann tekur meðal annars þátt í uppsetningu á Hróa hetti. Aðspurður hvort hann ætli að færa sig meira yfir í dramaverk í nýju leikhúsi, segir hann að best sé að skipta þessu jafnt á milli. „Það er oftast þannig að grínverkin fá meiri athygli, þannig að flestir halda að ég sé meira í þeim. En ætli þetta sé ekki nokkuð jafnt, drama og grín ef ég tæki það saman. Hinsvegar er það alltaf þannig að þegar maður er að leika í dramaverki þá langar manni í grínið og öfugt,“ segir hann og hlær. Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
„Þetta er bara fagnaðarefni fyrir íslensku þjóðina,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Nei nei, svo ég tali nú af fullri alvöru þá fylgir þessu auðvitað aukinn þroski og almenn gleði. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá þakkar maður fyrir að hafa góða heilsu,“ bætir hann við hress. Í tilefni dagsins segist Guðjón meðal annars ætla að fara út að borða í hádeginu með konunni. „Ég er svo að sýna um kvöldið, Er ekki nóg að elska? í Borgarleikhúsinu, fyrstu sýningu eftir páskafrí.“ Þetta ár verður ansi viðburðarríkt hjá Góa, en auk þess að vera að flytja sig yfir til Þjóðleikhússins í haust, heldur hann einnig upp á tíu ára útskriftarafmæli úr leiklistarskólanum. „Þegar ég útskrifaðist þá hafði Hilmir Snær verið í bransanum í ellefu ár og leikkonur eins og Halldóra Geirharðs áttu tíu ára útskriftarafmæli. Fyrir mér voru þau búin að leika í fullt af verkum og átt svo mörg eftirminnileg hlutverk, þannig að ég hugsaði með mér hvort ég myndi einhverntíma endast svona lengi í bransanum. Í dag finnst mér þetta hinsvegar hafa gerst í gær,“ segir Gói og hlær. Um páskana heimsótti Gói Akureyri ásamt fjölskyldunni sinni. „Það er og var alveg stórkostlegt að vera á Akureyri, ég fékk alveg sælutilfinningu að koma þangað.“ Gói var, eins og kunnugt er, ráðinn til Leikfélags Akureyrar strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum. „Þetta var ótrúlega gott start fyrir mig sem leikara og var nokkurskonar masterclass í leiklist. Þarna voru 5-6 sýningar á viku, og hin fleyga setning „list endurtekningarinnar“ átti vel við, það þýddi ekkert að vera með neitt múður.“ Hann segist eiga Magnúsi Geir Þórðarsyni mikið að þakka fyrir að hafa spottað hann og ráðið hann til sín á Akureyri og svo síðar í Borgarleikhúsið. Í haust færir Gói sig til Þjóðleikhússins, þar sem hann tekur meðal annars þátt í uppsetningu á Hróa hetti. Aðspurður hvort hann ætli að færa sig meira yfir í dramaverk í nýju leikhúsi, segir hann að best sé að skipta þessu jafnt á milli. „Það er oftast þannig að grínverkin fá meiri athygli, þannig að flestir halda að ég sé meira í þeim. En ætli þetta sé ekki nokkuð jafnt, drama og grín ef ég tæki það saman. Hinsvegar er það alltaf þannig að þegar maður er að leika í dramaverki þá langar manni í grínið og öfugt,“ segir hann og hlær.
Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira