Gói stendur á tímamótum Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 8. apríl 2015 11:30 Guðjón Davíð Karlsson, afmælisbarn dagsins. Vísir/Stefán „Þetta er bara fagnaðarefni fyrir íslensku þjóðina,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Nei nei, svo ég tali nú af fullri alvöru þá fylgir þessu auðvitað aukinn þroski og almenn gleði. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá þakkar maður fyrir að hafa góða heilsu,“ bætir hann við hress. Í tilefni dagsins segist Guðjón meðal annars ætla að fara út að borða í hádeginu með konunni. „Ég er svo að sýna um kvöldið, Er ekki nóg að elska? í Borgarleikhúsinu, fyrstu sýningu eftir páskafrí.“ Þetta ár verður ansi viðburðarríkt hjá Góa, en auk þess að vera að flytja sig yfir til Þjóðleikhússins í haust, heldur hann einnig upp á tíu ára útskriftarafmæli úr leiklistarskólanum. „Þegar ég útskrifaðist þá hafði Hilmir Snær verið í bransanum í ellefu ár og leikkonur eins og Halldóra Geirharðs áttu tíu ára útskriftarafmæli. Fyrir mér voru þau búin að leika í fullt af verkum og átt svo mörg eftirminnileg hlutverk, þannig að ég hugsaði með mér hvort ég myndi einhverntíma endast svona lengi í bransanum. Í dag finnst mér þetta hinsvegar hafa gerst í gær,“ segir Gói og hlær. Um páskana heimsótti Gói Akureyri ásamt fjölskyldunni sinni. „Það er og var alveg stórkostlegt að vera á Akureyri, ég fékk alveg sælutilfinningu að koma þangað.“ Gói var, eins og kunnugt er, ráðinn til Leikfélags Akureyrar strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum. „Þetta var ótrúlega gott start fyrir mig sem leikara og var nokkurskonar masterclass í leiklist. Þarna voru 5-6 sýningar á viku, og hin fleyga setning „list endurtekningarinnar“ átti vel við, það þýddi ekkert að vera með neitt múður.“ Hann segist eiga Magnúsi Geir Þórðarsyni mikið að þakka fyrir að hafa spottað hann og ráðið hann til sín á Akureyri og svo síðar í Borgarleikhúsið. Í haust færir Gói sig til Þjóðleikhússins, þar sem hann tekur meðal annars þátt í uppsetningu á Hróa hetti. Aðspurður hvort hann ætli að færa sig meira yfir í dramaverk í nýju leikhúsi, segir hann að best sé að skipta þessu jafnt á milli. „Það er oftast þannig að grínverkin fá meiri athygli, þannig að flestir halda að ég sé meira í þeim. En ætli þetta sé ekki nokkuð jafnt, drama og grín ef ég tæki það saman. Hinsvegar er það alltaf þannig að þegar maður er að leika í dramaverki þá langar manni í grínið og öfugt,“ segir hann og hlær. Mest lesið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Sjá meira
„Þetta er bara fagnaðarefni fyrir íslensku þjóðina,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Nei nei, svo ég tali nú af fullri alvöru þá fylgir þessu auðvitað aukinn þroski og almenn gleði. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá þakkar maður fyrir að hafa góða heilsu,“ bætir hann við hress. Í tilefni dagsins segist Guðjón meðal annars ætla að fara út að borða í hádeginu með konunni. „Ég er svo að sýna um kvöldið, Er ekki nóg að elska? í Borgarleikhúsinu, fyrstu sýningu eftir páskafrí.“ Þetta ár verður ansi viðburðarríkt hjá Góa, en auk þess að vera að flytja sig yfir til Þjóðleikhússins í haust, heldur hann einnig upp á tíu ára útskriftarafmæli úr leiklistarskólanum. „Þegar ég útskrifaðist þá hafði Hilmir Snær verið í bransanum í ellefu ár og leikkonur eins og Halldóra Geirharðs áttu tíu ára útskriftarafmæli. Fyrir mér voru þau búin að leika í fullt af verkum og átt svo mörg eftirminnileg hlutverk, þannig að ég hugsaði með mér hvort ég myndi einhverntíma endast svona lengi í bransanum. Í dag finnst mér þetta hinsvegar hafa gerst í gær,“ segir Gói og hlær. Um páskana heimsótti Gói Akureyri ásamt fjölskyldunni sinni. „Það er og var alveg stórkostlegt að vera á Akureyri, ég fékk alveg sælutilfinningu að koma þangað.“ Gói var, eins og kunnugt er, ráðinn til Leikfélags Akureyrar strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum. „Þetta var ótrúlega gott start fyrir mig sem leikara og var nokkurskonar masterclass í leiklist. Þarna voru 5-6 sýningar á viku, og hin fleyga setning „list endurtekningarinnar“ átti vel við, það þýddi ekkert að vera með neitt múður.“ Hann segist eiga Magnúsi Geir Þórðarsyni mikið að þakka fyrir að hafa spottað hann og ráðið hann til sín á Akureyri og svo síðar í Borgarleikhúsið. Í haust færir Gói sig til Þjóðleikhússins, þar sem hann tekur meðal annars þátt í uppsetningu á Hróa hetti. Aðspurður hvort hann ætli að færa sig meira yfir í dramaverk í nýju leikhúsi, segir hann að best sé að skipta þessu jafnt á milli. „Það er oftast þannig að grínverkin fá meiri athygli, þannig að flestir halda að ég sé meira í þeim. En ætli þetta sé ekki nokkuð jafnt, drama og grín ef ég tæki það saman. Hinsvegar er það alltaf þannig að þegar maður er að leika í dramaverki þá langar manni í grínið og öfugt,“ segir hann og hlær.
Mest lesið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Sjá meira