Innlent

Fyrsti raf­knúni út­kalls­bíll lög­reglunnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, og Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum, með nýja bílinn.
Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, og Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum, með nýja bílinn.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og Blue Car Rental ehf. hafa skrifað undir langtímaleigusamning á fyrsta rafknúna lögreglubílnum sem notaður er í útköll. 

Bíllinn er kominn til eyja og er skráður til neyðaraksturs, merktur lögreglunni og er með tilheyrandi búnaði. Bíllinn er af gerðinni Mercedes-Benz EQB 300, 4MATIC, Pure árgerð 2022. Í tilkynningu frá Blue Car Rental segir að búast megi við því að fleiri lögregluembætti feti í fótspor Eyjamanna. 

„Við hjá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum höfum líkt og aðrar ríkisstofnanir verið að vinna í Grænu skrefunum og tókum nú ákvörðun um að skipta öðrum af tveimur útkallsbílum okkar alfarið yfir í rafmagn. Við teljum að hér í Eyjum séu kjör aðstæður fyrir rafmagnsbíla og bindum vonir við að nýi bíllinn muni reynast vel,“ er haft eftir Grími Hergeirssyni, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í tilkynningunni. 

Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, segir að mikil ánægja sé innan herbúða fyrirtækisins með samninginn. Fyrirtækið hafi í langan tíma unnið að því að auka hlutfall nýorkubíla í flota sínum. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.