Innlent

Biðja nemendur afsökunar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Steinn Jóhannsson rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, skrifar undir bréfið ásamt öðrum stjórnendum.
Steinn Jóhannsson rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, skrifar undir bréfið ásamt öðrum stjórnendum. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda.

Bréfið var birt var á vefsíðu skólans nú síðdegis.

„Við munum leggjast á eitt við að vinna vel úr þeim málum sem hafa verið tilkynnt til skólans og bregðast við í samræmi við áætlanir. Skólastjórnendur hafa tekið á móti tillögum nemenda um úrbætur og hvernig megi bæta ferlið þegar upp koma mál af ofangreindum toga,“ segir í bréfinu.

Þá segir að eftir fund stjórnenda í dag með fulltrúum Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hafi verið ákveðið að skólinn yrði einn af samstarfsaðilum þeirra í aðgerðum gegn kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. 

„SÍF er langt komið með áætlunina sem unnin er af þeirra sérfræðingum og við erum tilbúin í samstarf.“

Þá er einnig beðist afsökunar á viðbrögðum stjórnenda þegar komið var að nemendum sem mótmæltu viðbrögðum stjórnenda í gær, en þar kallaði starfsfólk skólans mótmælin „múgæsing“.

Síðdegis sendi Ásmundur Einar Daðason einnig bréf til stjórnenda í framhaldsskólum þar hann boðar þá á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×