Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2022 17:47 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Hann vill nú bregðast við háværri gagnrýni framhaldsskólanema á viðbrögð skóla vegna kynferðisbrota nemenda. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en þar er einnig birt bréf sem Ásmundur Einar sendi skólastjórnendum í dag. Þar segir hann að í ljósi umræðu um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum vilji hann bregðast við ákalli um bætt verklag og skýrari ramma í málaflokknum. Síðustu misseri hefur hávær umræða spunnist um viðbrögð skólastjórnenda í framhaldsskólum við kynferðisofbeldi innan skólanna. Greint hefur verið frá byltingu innan veggja Menntaskólans í Hamrahlíð þar sem þolendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Rektor MH hefur þá beðið fyrrverandi nemanda, og þolanda kynferðisofbeldis, afsökunar á því hvernig var tekið á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Annað sambærilegt dæmi átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem skólastjóri var harðlega gagnrýndur fyrir viðbrög sín eftir að kynferðisbrotamál rataði á borð hennar í vor. Vegna þessa mun Ásmundur Einar menntamálaráðherra nú kynna fyrir skólastjórnendum fyrirmynd að viðbragðsáætlun sem skólar geta nýtt þar sem áætlun hefur ekki verið innleidd eða skerpa þarf verklagið. „Jafnframt mun ráðuneytið boða til vinnufundar með helstu hagaðilum til að rýna áætlunina og eiga gagnvirkar umræður um helstu álitamál. Mikilvægt er að rödd nemenda heyrist í þeirri vinnu sem fram undan er og þeirra sjónarmið höfð til hliðsjónar við gerð áætlana,“ segir í bréfi Ásmundar. Í bréfinu eru stjórnendur skóla og hagsmunaaðila eru jafnframt hvattir til þess að ræða þessi málefni á sínum vettvangi og nýta til að efla umræðu, aðgerðir og vitundarvakningu í skólasamfélaginu. „Markmið okkar allra er að sjá til þessað allir nemendur upplifi öryggi og að tekið sé á málum af festu.“ Loks er óskað eftir því að skólastjórnendur svari spurningum um það hvort heildstæð viðbragðsáætlun sé til staðar í skólunum, hvort hún sé aðgengileg nemendum og hvort sérstök skrá sé haldin yfir tilvik þegar upp kemur grunur um kynferðsbrot nemenda. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en þar er einnig birt bréf sem Ásmundur Einar sendi skólastjórnendum í dag. Þar segir hann að í ljósi umræðu um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum vilji hann bregðast við ákalli um bætt verklag og skýrari ramma í málaflokknum. Síðustu misseri hefur hávær umræða spunnist um viðbrögð skólastjórnenda í framhaldsskólum við kynferðisofbeldi innan skólanna. Greint hefur verið frá byltingu innan veggja Menntaskólans í Hamrahlíð þar sem þolendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Rektor MH hefur þá beðið fyrrverandi nemanda, og þolanda kynferðisofbeldis, afsökunar á því hvernig var tekið á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Annað sambærilegt dæmi átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem skólastjóri var harðlega gagnrýndur fyrir viðbrög sín eftir að kynferðisbrotamál rataði á borð hennar í vor. Vegna þessa mun Ásmundur Einar menntamálaráðherra nú kynna fyrir skólastjórnendum fyrirmynd að viðbragðsáætlun sem skólar geta nýtt þar sem áætlun hefur ekki verið innleidd eða skerpa þarf verklagið. „Jafnframt mun ráðuneytið boða til vinnufundar með helstu hagaðilum til að rýna áætlunina og eiga gagnvirkar umræður um helstu álitamál. Mikilvægt er að rödd nemenda heyrist í þeirri vinnu sem fram undan er og þeirra sjónarmið höfð til hliðsjónar við gerð áætlana,“ segir í bréfi Ásmundar. Í bréfinu eru stjórnendur skóla og hagsmunaaðila eru jafnframt hvattir til þess að ræða þessi málefni á sínum vettvangi og nýta til að efla umræðu, aðgerðir og vitundarvakningu í skólasamfélaginu. „Markmið okkar allra er að sjá til þessað allir nemendur upplifi öryggi og að tekið sé á málum af festu.“ Loks er óskað eftir því að skólastjórnendur svari spurningum um það hvort heildstæð viðbragðsáætlun sé til staðar í skólunum, hvort hún sé aðgengileg nemendum og hvort sérstök skrá sé haldin yfir tilvik þegar upp kemur grunur um kynferðsbrot nemenda.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira