Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2022 17:47 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Hann vill nú bregðast við háværri gagnrýni framhaldsskólanema á viðbrögð skóla vegna kynferðisbrota nemenda. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en þar er einnig birt bréf sem Ásmundur Einar sendi skólastjórnendum í dag. Þar segir hann að í ljósi umræðu um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum vilji hann bregðast við ákalli um bætt verklag og skýrari ramma í málaflokknum. Síðustu misseri hefur hávær umræða spunnist um viðbrögð skólastjórnenda í framhaldsskólum við kynferðisofbeldi innan skólanna. Greint hefur verið frá byltingu innan veggja Menntaskólans í Hamrahlíð þar sem þolendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Rektor MH hefur þá beðið fyrrverandi nemanda, og þolanda kynferðisofbeldis, afsökunar á því hvernig var tekið á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Annað sambærilegt dæmi átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem skólastjóri var harðlega gagnrýndur fyrir viðbrög sín eftir að kynferðisbrotamál rataði á borð hennar í vor. Vegna þessa mun Ásmundur Einar menntamálaráðherra nú kynna fyrir skólastjórnendum fyrirmynd að viðbragðsáætlun sem skólar geta nýtt þar sem áætlun hefur ekki verið innleidd eða skerpa þarf verklagið. „Jafnframt mun ráðuneytið boða til vinnufundar með helstu hagaðilum til að rýna áætlunina og eiga gagnvirkar umræður um helstu álitamál. Mikilvægt er að rödd nemenda heyrist í þeirri vinnu sem fram undan er og þeirra sjónarmið höfð til hliðsjónar við gerð áætlana,“ segir í bréfi Ásmundar. Í bréfinu eru stjórnendur skóla og hagsmunaaðila eru jafnframt hvattir til þess að ræða þessi málefni á sínum vettvangi og nýta til að efla umræðu, aðgerðir og vitundarvakningu í skólasamfélaginu. „Markmið okkar allra er að sjá til þessað allir nemendur upplifi öryggi og að tekið sé á málum af festu.“ Loks er óskað eftir því að skólastjórnendur svari spurningum um það hvort heildstæð viðbragðsáætlun sé til staðar í skólunum, hvort hún sé aðgengileg nemendum og hvort sérstök skrá sé haldin yfir tilvik þegar upp kemur grunur um kynferðsbrot nemenda. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en þar er einnig birt bréf sem Ásmundur Einar sendi skólastjórnendum í dag. Þar segir hann að í ljósi umræðu um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum vilji hann bregðast við ákalli um bætt verklag og skýrari ramma í málaflokknum. Síðustu misseri hefur hávær umræða spunnist um viðbrögð skólastjórnenda í framhaldsskólum við kynferðisofbeldi innan skólanna. Greint hefur verið frá byltingu innan veggja Menntaskólans í Hamrahlíð þar sem þolendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Rektor MH hefur þá beðið fyrrverandi nemanda, og þolanda kynferðisofbeldis, afsökunar á því hvernig var tekið á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Annað sambærilegt dæmi átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem skólastjóri var harðlega gagnrýndur fyrir viðbrög sín eftir að kynferðisbrotamál rataði á borð hennar í vor. Vegna þessa mun Ásmundur Einar menntamálaráðherra nú kynna fyrir skólastjórnendum fyrirmynd að viðbragðsáætlun sem skólar geta nýtt þar sem áætlun hefur ekki verið innleidd eða skerpa þarf verklagið. „Jafnframt mun ráðuneytið boða til vinnufundar með helstu hagaðilum til að rýna áætlunina og eiga gagnvirkar umræður um helstu álitamál. Mikilvægt er að rödd nemenda heyrist í þeirri vinnu sem fram undan er og þeirra sjónarmið höfð til hliðsjónar við gerð áætlana,“ segir í bréfi Ásmundar. Í bréfinu eru stjórnendur skóla og hagsmunaaðila eru jafnframt hvattir til þess að ræða þessi málefni á sínum vettvangi og nýta til að efla umræðu, aðgerðir og vitundarvakningu í skólasamfélaginu. „Markmið okkar allra er að sjá til þessað allir nemendur upplifi öryggi og að tekið sé á málum af festu.“ Loks er óskað eftir því að skólastjórnendur svari spurningum um það hvort heildstæð viðbragðsáætlun sé til staðar í skólunum, hvort hún sé aðgengileg nemendum og hvort sérstök skrá sé haldin yfir tilvik þegar upp kemur grunur um kynferðsbrot nemenda.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira