„Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Snorri Másson skrifar 6. október 2022 07:33 Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. Rætt er við Konráð í innslaginu hér að ofan og fjallað um efnahags- og húsnæðismál í víðari skilningi. Einnig: Mun Reykjavíkurborg sópa tillögu um styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug undir teppið - aftur? Rætt við höfund tillögunnar, sem ætlar aldrei að gefast upp. Nýja snjóhengjan Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun og áhyggjur sumra beinast nú að því sem kallað hefur verið „nýja snjóhengjan.“ Hún fellst í þeirri stóraukinni greiðslubyrði sem blasir við mörgum þegar lán detta af vöxtum sem voru festir áður en miklar hækkanir komu til. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins var til viðtals í Íslandi í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta gæti orðið eitthvað högg fyrir suma og kannski eitthvað sem hefði mátt búast við þegar við erum í lægsta vaxtastigi Íslandssögunnar, að þá geti vextir eiginlega ekki gert annað en hækkað eftir það. Það er svona spurning hvort þetta verði smá högg sem ég held að væri kannski eðlilegt eða þá að þetta verði mikið högg ef vextir til dæmis halda áfram að hækka,“ segir Konráð. Konráð segir þó líklegt miðað við núverandi ástand að hægt verði að ná vöxtunum áfram niður þannig að það verði þeim mun minna högg að fá snjóhengjuna yfir sig þegar þar að kemur. Blikur á lofti í alþjóðlega bankageiranum Sagt var fá því í vikunni að Credit Suisse, einn stærsti banki Evrópu, væri í töluverðum fjárhagsvanda og að sumir hafi gengið svo langt að spá hruni bankans. Forstjórinn hafi þurft að senda út tilkynningu þar sem áréttuð var ágæt eiginfjárstaða bankans. Konráð segir að þar á ferð sé undirliggjandi langvarandi erfiður rekstur bankans. Arðsemin hafi lengi verið óviðunandi og skandalar og innri vandræði hafi einkennt starfsemi Credit Suisse. Síðan velti breytingar í raunhagkerfinu þessari atburðarás af stað. Svona nokkuð getur vakið áhyggjur fólks af íslensku bönkunum en Konráð segir ljóst að þeir séu betur í stakk búnir nú en áður til að glíma við áföll. Tvímælalaust segir Konráð og lykilatriðið er: „Þeir eru í stærð sem samræmist hagkerfinu sem þeir starfa í.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Rætt er við Konráð í innslaginu hér að ofan og fjallað um efnahags- og húsnæðismál í víðari skilningi. Einnig: Mun Reykjavíkurborg sópa tillögu um styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug undir teppið - aftur? Rætt við höfund tillögunnar, sem ætlar aldrei að gefast upp. Nýja snjóhengjan Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun og áhyggjur sumra beinast nú að því sem kallað hefur verið „nýja snjóhengjan.“ Hún fellst í þeirri stóraukinni greiðslubyrði sem blasir við mörgum þegar lán detta af vöxtum sem voru festir áður en miklar hækkanir komu til. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins var til viðtals í Íslandi í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta gæti orðið eitthvað högg fyrir suma og kannski eitthvað sem hefði mátt búast við þegar við erum í lægsta vaxtastigi Íslandssögunnar, að þá geti vextir eiginlega ekki gert annað en hækkað eftir það. Það er svona spurning hvort þetta verði smá högg sem ég held að væri kannski eðlilegt eða þá að þetta verði mikið högg ef vextir til dæmis halda áfram að hækka,“ segir Konráð. Konráð segir þó líklegt miðað við núverandi ástand að hægt verði að ná vöxtunum áfram niður þannig að það verði þeim mun minna högg að fá snjóhengjuna yfir sig þegar þar að kemur. Blikur á lofti í alþjóðlega bankageiranum Sagt var fá því í vikunni að Credit Suisse, einn stærsti banki Evrópu, væri í töluverðum fjárhagsvanda og að sumir hafi gengið svo langt að spá hruni bankans. Forstjórinn hafi þurft að senda út tilkynningu þar sem áréttuð var ágæt eiginfjárstaða bankans. Konráð segir að þar á ferð sé undirliggjandi langvarandi erfiður rekstur bankans. Arðsemin hafi lengi verið óviðunandi og skandalar og innri vandræði hafi einkennt starfsemi Credit Suisse. Síðan velti breytingar í raunhagkerfinu þessari atburðarás af stað. Svona nokkuð getur vakið áhyggjur fólks af íslensku bönkunum en Konráð segir ljóst að þeir séu betur í stakk búnir nú en áður til að glíma við áföll. Tvímælalaust segir Konráð og lykilatriðið er: „Þeir eru í stærð sem samræmist hagkerfinu sem þeir starfa í.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34
Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00