Innlent

Lá á dyra­bjöllunum í vit­lausu húsi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn hafði farið húsavillt.
Maðurinn hafði farið húsavillt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna tveggja manna á hóteli í miðborg Reykjavíkur sem neitaðu að yfirgefa hótelið. Lögreglan fylgdi þeim út eftir að hún mætti á vettvang.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að lögregla hafi verið kölluð út vegna ölvaðs manns í miðborg Reykjavíkur sem lá á dyrabjöllum íbúðarhúss. Maðurinn var illa áttaður og var að leita að vini sínum en hafði farið húsavillt. Lögreglan aðstoðaði manninn og fylgdi honum að réttu húsi þar sem vinurinn tók á móti honum.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir á ofsaakstri, annar á Kringlumýrarbraut og hinn á Reykjanesbraut. Báðir voru á yfir 130 kílómetra hraða á götum þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 kílómetra hraði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.