Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. október 2022 13:42 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að nefndin muni nú leggjast yfir málið. Samantekt forsætisráðuneytisins segi ekki alla söguna. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. Ráðist var í samantekt þessa vegna umdeildar skipunar þjóðminjavarðar en hún var gerð án þess að staðan hafi verið auglýst, safnafólki til mikils ama. Samantektin nær til 334 embættisskipana en af þeim voru 267 framkvæmdar í kjölfar auglýsingar er í alls 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti án þess að viðkomandi staða hafi verið auglýst. Sjá nánar: Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella „Í fyrsta lagi þá fyrst mér samantekt forsætisráðuneytisins – sem stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd ákvað að bíða eftir og hefur beðið eftir í nokkrar vikur – ekki gefa fulla mynd af því sem við þurfum að vita. Þetta er ágætisbyrjun. Hún sýnir okkur að sjálfsögðu að þegar eru skipulagsbreytingar í ráðuneytum, þá horfi ég sérstaklega á 2019 og 2022, þá er meira um flutning en önnur ár.“ Ekki sé rökstutt hvers vegna tekin hafi verið ákvörðun um að skoða einungis tímabilið frá 2009-2022. „Ég rek augun í að ekki er gerður greinamunur á hvort verið er að flytja embættismenn lárétt eða lóðrétt. Það er munur á hvort þú sért að hækka einhvern í stöðu eða hvort þú ert að flytja ráðuneytisstjóra í einu ráðuneyti í annað. Það er ekki gerður greinarmunur á því og svo sýnist mér að við þurfum í nefndinni að skoða rækilega skipanir utan stjórnarráðsins, því við erum auðvitað líka að horfa á skipan æðstu embættismanna í stofnunum ríkisins.“ Umboðsmaður Alþingis skoðaði ekki þjóðminjavarðarmálið vegna þess að það er til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þórunn telur þó að málið verið skoðað með almennum hætti. „En hins vegar þá hefur safnafólk til dæmis bent á að þegar kemur að stöðu þjóðminjavarðar að þá snýst þetta um jafnræði, það er að segja að fólk hafi tækifæri til að sækja um þessa stöðu og í okkar litla landi þá eru þetta ekki margar stöður og það skiptir mjög miklu máli að auglýsa þær,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Ráðist var í samantekt þessa vegna umdeildar skipunar þjóðminjavarðar en hún var gerð án þess að staðan hafi verið auglýst, safnafólki til mikils ama. Samantektin nær til 334 embættisskipana en af þeim voru 267 framkvæmdar í kjölfar auglýsingar er í alls 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti án þess að viðkomandi staða hafi verið auglýst. Sjá nánar: Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella „Í fyrsta lagi þá fyrst mér samantekt forsætisráðuneytisins – sem stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd ákvað að bíða eftir og hefur beðið eftir í nokkrar vikur – ekki gefa fulla mynd af því sem við þurfum að vita. Þetta er ágætisbyrjun. Hún sýnir okkur að sjálfsögðu að þegar eru skipulagsbreytingar í ráðuneytum, þá horfi ég sérstaklega á 2019 og 2022, þá er meira um flutning en önnur ár.“ Ekki sé rökstutt hvers vegna tekin hafi verið ákvörðun um að skoða einungis tímabilið frá 2009-2022. „Ég rek augun í að ekki er gerður greinamunur á hvort verið er að flytja embættismenn lárétt eða lóðrétt. Það er munur á hvort þú sért að hækka einhvern í stöðu eða hvort þú ert að flytja ráðuneytisstjóra í einu ráðuneyti í annað. Það er ekki gerður greinarmunur á því og svo sýnist mér að við þurfum í nefndinni að skoða rækilega skipanir utan stjórnarráðsins, því við erum auðvitað líka að horfa á skipan æðstu embættismanna í stofnunum ríkisins.“ Umboðsmaður Alþingis skoðaði ekki þjóðminjavarðarmálið vegna þess að það er til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þórunn telur þó að málið verið skoðað með almennum hætti. „En hins vegar þá hefur safnafólk til dæmis bent á að þegar kemur að stöðu þjóðminjavarðar að þá snýst þetta um jafnræði, það er að segja að fólk hafi tækifæri til að sækja um þessa stöðu og í okkar litla landi þá eru þetta ekki margar stöður og það skiptir mjög miklu máli að auglýsa þær,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39
Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47