Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins segir þetta svartan dag í sögu knattspyrnunnar. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. Við fjöllum um þennan mikla harmleik í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Leikskólinn Brákarborg á langt í land með að vera tilbúinn, þrátt fyrir að hafa hafið störf og tekið við nemendum í ágúst. Leikskólastjóri segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir börnum í yngsta aldurshópi sem eru nú í aðlögun í miðjum framkvæmdum.

Við tökum einnig stöðuna á forsetakosningum í Brasilíu sem fara fram í dag. Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin muni hafna Jai Bolsonaro, hinum umdeilda forseta, og bjóða fyrrverandi forseta velkominn á ný. 

Þetta og margt fleir aí hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×