Voru trúlofuð í leyni þegar hann barnaði aðra konu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. september 2022 14:00 Tristan Thompson og Khloé Kardashian voru trúlofuð þegar Tristan barnaði aðra konu á síðasta ári. GETTY/JOSEPH OKPAKO/ RB/BAUER-GRIFFIN Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian var trúlofuð barnsföður sínum Tristan Thompson án þess að nokkur vissi. Parið var trúlofað í níu mánuði áður en kom í ljós að Tristan hefði eignast barn eftir framhjáhald með annarri konu. Í nýjasta þætti af raunveruleikaþáttunum The Kardashians kom fram að Khloé hefði hafnað bónorði frá Tristan. Hún sagðist ekki hafa getað sagt já við bónorðinu, þar sem hún vilji geta borið trúlofunarhringinn með stolti en ekki skömm. Þetta bónorð átti sér stað í desember árið 2019 eftir að mikið hafði gengið á í sambandinu. Khloé og Tristan eignuðust dótturina True árið 2018. Nokkrum dögum fyrir fæðinguna hafði komið í ljós að Tristan hafði haldið framhjá Khloé á meðan hún var ólétt. Náðu aftur saman eftir framhjáhaldið Þeim tókst þó að vinna úr framhjáhaldinu og náðu þau aftur saman. Khloé virðist þó ekki hafa verið tilbúin til þess að trúlofast honum vegna alls sem gengið hefði á. Nú hefur tímaritið People greint frá því að Khloé og Tristan hafi svo trúlofað sig í laumi í febrúar árið 2021, eða rúmu ári eftir að Khloé hafnaði fyrsta bónorðinu. Eins og sjá mátti í fyrstu þáttaröð af The Kardashians voru Khloé og Tristan að vinna úr sínum málum og virtist sambandið ganga vel. Ákváðu þau að reyna að eignast annað barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Sleit trúlofuninni eftir enn eitt framhjáhaldið Nokkrum dögum eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni, komst Khloé að því að Tristan einnig ætti von á barni með annarri konu. Hann hafði haldið framhjá Khloé fljótlega eftir að þau trúlofuðust. Hjákona Tristans fæddi dreng í desember árið 2021. Þegar faðernispróf staðfesti að Tristan væri í raun faðirinn virðist Khloé hafa slitið leynilegu trúlofuninni. Khloé og Tristan eru ekki saman í dag. Þau eignuðust þó son saman í júlí á þessu ári með aðstoð staðgöngumóður. Hollywood Tengdar fréttir Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30 Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30 Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Í nýjasta þætti af raunveruleikaþáttunum The Kardashians kom fram að Khloé hefði hafnað bónorði frá Tristan. Hún sagðist ekki hafa getað sagt já við bónorðinu, þar sem hún vilji geta borið trúlofunarhringinn með stolti en ekki skömm. Þetta bónorð átti sér stað í desember árið 2019 eftir að mikið hafði gengið á í sambandinu. Khloé og Tristan eignuðust dótturina True árið 2018. Nokkrum dögum fyrir fæðinguna hafði komið í ljós að Tristan hafði haldið framhjá Khloé á meðan hún var ólétt. Náðu aftur saman eftir framhjáhaldið Þeim tókst þó að vinna úr framhjáhaldinu og náðu þau aftur saman. Khloé virðist þó ekki hafa verið tilbúin til þess að trúlofast honum vegna alls sem gengið hefði á. Nú hefur tímaritið People greint frá því að Khloé og Tristan hafi svo trúlofað sig í laumi í febrúar árið 2021, eða rúmu ári eftir að Khloé hafnaði fyrsta bónorðinu. Eins og sjá mátti í fyrstu þáttaröð af The Kardashians voru Khloé og Tristan að vinna úr sínum málum og virtist sambandið ganga vel. Ákváðu þau að reyna að eignast annað barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Sleit trúlofuninni eftir enn eitt framhjáhaldið Nokkrum dögum eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni, komst Khloé að því að Tristan einnig ætti von á barni með annarri konu. Hann hafði haldið framhjá Khloé fljótlega eftir að þau trúlofuðust. Hjákona Tristans fæddi dreng í desember árið 2021. Þegar faðernispróf staðfesti að Tristan væri í raun faðirinn virðist Khloé hafa slitið leynilegu trúlofuninni. Khloé og Tristan eru ekki saman í dag. Þau eignuðust þó son saman í júlí á þessu ári með aðstoð staðgöngumóður.
Hollywood Tengdar fréttir Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30 Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30 Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30
Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30
Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07