Engin sprengja fundist enn sem komið er Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 06:23 Unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. Tilkynnt var um sprengjuhótunina klukkan 22:47 en um var að ræða fraktflugvél af gerðinni Boeing 747 sem var á leiðinni frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum, að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótunin barst og þegar fréttastofa náði tali af lögreglunni á Suðurnesjum skömmu eftir klukkan sex voru viðbragðsaðilar enn að störfum. Enginn sprengja hafði þá fundist. Sprengjusérfræðingar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan eru að störfum í vélinni en unnið er samkvæmt sérstakri neyðaráætlun vegna flugverndar fyrir Keflavíkurflugvöll. Öðrum vélum beint annað um tíma Nokkrum flugvélum, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli eftir að atvikið átti sér stað, var beint annað. Um var að ræða vélar sem áttu að lenda milli klukkan ellefu og tólf í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar lentu tvær vélar sem beint var annað á vellinum í nótt. Heimildir fréttastofu herma að ein flugvél frá Wizz air og önnur frá Transavia hafi verið beint til Egilsstaða. Þá hafi einnig flugvél Play sem var að koma til landsins frá Madríd verið beint til Aukureyrarflugvallar. Annarri var snúið við til brottfararstaðar. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Þá mun flugvél frá Lufthansa, samkvæmt heimildum, hafa lent í Glasgow en áætlað er að hún muni lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 9:40. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Tilkynnt var um sprengjuhótunina klukkan 22:47 en um var að ræða fraktflugvél af gerðinni Boeing 747 sem var á leiðinni frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum, að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótunin barst og þegar fréttastofa náði tali af lögreglunni á Suðurnesjum skömmu eftir klukkan sex voru viðbragðsaðilar enn að störfum. Enginn sprengja hafði þá fundist. Sprengjusérfræðingar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan eru að störfum í vélinni en unnið er samkvæmt sérstakri neyðaráætlun vegna flugverndar fyrir Keflavíkurflugvöll. Öðrum vélum beint annað um tíma Nokkrum flugvélum, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli eftir að atvikið átti sér stað, var beint annað. Um var að ræða vélar sem áttu að lenda milli klukkan ellefu og tólf í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar lentu tvær vélar sem beint var annað á vellinum í nótt. Heimildir fréttastofu herma að ein flugvél frá Wizz air og önnur frá Transavia hafi verið beint til Egilsstaða. Þá hafi einnig flugvél Play sem var að koma til landsins frá Madríd verið beint til Aukureyrarflugvallar. Annarri var snúið við til brottfararstaðar. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Þá mun flugvél frá Lufthansa, samkvæmt heimildum, hafa lent í Glasgow en áætlað er að hún muni lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 9:40.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira