Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2022 21:11 Atvikið átti sér stað á Heathrow flugvellinum í London. Vísir/Vilhelm Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. Greint er frá þessu á vef Sky News. Þar segir að fjöldi sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbifreiða sé á vettvanginum. Í samtali við fréttastofu segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að enginn sé slasaður og allir sem voru um borð í vélinni séu komnir inn í flugstöð. „Flugvél Icelandair sem var að koma til Heathrow var stopp á flugvellinum og var að bíða eftir þjónustu. Þá rakst önnur vél utan í sem var að keyra fram hjá,“ segir Guðni. Ljóst er að einhverjar skemmdir eru á vélinni og verið er að vinna í því hvernig eigi að flytja þá sem áttu að fljúga með vélinni aftur til Íslands. Some more (longer) footage. There are around 6 or 7 emergency vehicles on the scene. pic.twitter.com/5x09i6vuLh— Steve Smith - Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022 Meðal ferðalanga í vélinni eru um það bil sjötíu nemendur Verzlunarskóla Íslands eru á leiðinni í ferð sem er hluti af enskuáfanga í skólanum. Þau segjast fá litlar upplýsingar um hvað þau eigi að gera en þau hafa enn ekki fengið töskurnar sínar afhentar. „Við fundum alveg fyrir þessu en það er enginn slasaður. Svo veit maður aldrei. Við erum dálítið pirruð. Það er enginn að heyra í ykkur. Við fengum að fara úr flugvélinni áður en lögreglan kom. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið en okkur var sagt að þetta væri crime scene, þess vegna fengum við ekki töskurnar,“ segir einn nemendanna sem var farþegi í fluginu í samtali við fréttastofu. Þau vita ekkert hvenær þau fá töskurnar sínar en nú hafa þau beðið í tæplega tvo klukkutíma og hafa starfsmenn flugvallarins beðið þau um að fara á hótelið sitt. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Sky News. Þar segir að fjöldi sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbifreiða sé á vettvanginum. Í samtali við fréttastofu segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að enginn sé slasaður og allir sem voru um borð í vélinni séu komnir inn í flugstöð. „Flugvél Icelandair sem var að koma til Heathrow var stopp á flugvellinum og var að bíða eftir þjónustu. Þá rakst önnur vél utan í sem var að keyra fram hjá,“ segir Guðni. Ljóst er að einhverjar skemmdir eru á vélinni og verið er að vinna í því hvernig eigi að flytja þá sem áttu að fljúga með vélinni aftur til Íslands. Some more (longer) footage. There are around 6 or 7 emergency vehicles on the scene. pic.twitter.com/5x09i6vuLh— Steve Smith - Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022 Meðal ferðalanga í vélinni eru um það bil sjötíu nemendur Verzlunarskóla Íslands eru á leiðinni í ferð sem er hluti af enskuáfanga í skólanum. Þau segjast fá litlar upplýsingar um hvað þau eigi að gera en þau hafa enn ekki fengið töskurnar sínar afhentar. „Við fundum alveg fyrir þessu en það er enginn slasaður. Svo veit maður aldrei. Við erum dálítið pirruð. Það er enginn að heyra í ykkur. Við fengum að fara úr flugvélinni áður en lögreglan kom. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið en okkur var sagt að þetta væri crime scene, þess vegna fengum við ekki töskurnar,“ segir einn nemendanna sem var farþegi í fluginu í samtali við fréttastofu. Þau vita ekkert hvenær þau fá töskurnar sínar en nú hafa þau beðið í tæplega tvo klukkutíma og hafa starfsmenn flugvallarins beðið þau um að fara á hótelið sitt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira