Serbar tryggðu sér sæti í A-deild | Írar unnu dramatískan sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 20:55 Aleksandar Mitrovic og Dusan Vlahovic sáu um markaskorun Serba í kvöld. Srdjan Stevanovic/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í Þjóðadeild UEFA í kvöld þar sem Serbar tryggðu sér sæti í A-deild með 0-2 sigri gegn Norðmönnum og Írar unnu dramatískan 3-2 sigur gegn Armenum þar sem sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Norðmenn og Serbar mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í A-deild þar sem liðin voru jöfn í efsta sæti riðils 4 í B-deild með tíu stig fyrir leik kvöldsins. Dusan Vlahovic kom Serbum yfir stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Aleksandar Mitrovic sem tryggði Serbum sigur með marki á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Ilic. Serbar unnu því mikilvægan 0-2 sigur og tryggðu sér um leið sæti í A-deild, en Noðrmenn sitja eftir með sárt ennið. Þá fór fram fjörugur leikur á Írlandi þar sem heimamenn unnu 3-2 sigur gegn Armenum. John Egan og Michael Obafemi komu Írum í 2-0 með mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn áður en gestirnir jöfnuðu metin með mörkum frá Artak Dashyan og Eduard Spertsyan. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr og gestirnir frá Armeníu fengu að líta tvö rauð spjöld á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Hovhannes Hambardzumyan fékk að líta sitt annað gula spjald og Artak Dashyan fékk að líta beint rautt spjald, en sá síðarnefndi hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Robert Brady fór á punktinn fyrir Íra og tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur. Írar enda því í þriðja sæti riðilsins með sjö stig, fjórum stigum meira en Armenar sem enda í neðsta sæti. Það voru hins vegar Skotar sem fögnuðu sigri í riðlinum eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sjá meira
Norðmenn og Serbar mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í A-deild þar sem liðin voru jöfn í efsta sæti riðils 4 í B-deild með tíu stig fyrir leik kvöldsins. Dusan Vlahovic kom Serbum yfir stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Aleksandar Mitrovic sem tryggði Serbum sigur með marki á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Ilic. Serbar unnu því mikilvægan 0-2 sigur og tryggðu sér um leið sæti í A-deild, en Noðrmenn sitja eftir með sárt ennið. Þá fór fram fjörugur leikur á Írlandi þar sem heimamenn unnu 3-2 sigur gegn Armenum. John Egan og Michael Obafemi komu Írum í 2-0 með mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn áður en gestirnir jöfnuðu metin með mörkum frá Artak Dashyan og Eduard Spertsyan. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr og gestirnir frá Armeníu fengu að líta tvö rauð spjöld á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Hovhannes Hambardzumyan fékk að líta sitt annað gula spjald og Artak Dashyan fékk að líta beint rautt spjald, en sá síðarnefndi hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Robert Brady fór á punktinn fyrir Íra og tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur. Írar enda því í þriðja sæti riðilsins með sjö stig, fjórum stigum meira en Armenar sem enda í neðsta sæti. Það voru hins vegar Skotar sem fögnuðu sigri í riðlinum eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur
A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sjá meira