Segir leitt að 53 ára skólastarfi að Húnavöllum hafi lokið svona skyndilega Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2022 08:01 Alls voru um þrjátíu grunnskólabörn sem stunduðu nám í Húnavallaskóla í vor. Nú hefur skólahald þar verið lagt af og segir sveitarstjórnarfulltrúinn Jón Gíslason, sem var formaður sameiningarnefndar, að ákvörðun meirihlutans nú ekki eiga neitt skylt við lýðræðisleg vinnubrögð. Húnavatnshreppur Harðar deilur hafa staðið innan sveitarstjórnar hinnar nýju Húnabyggðar um þá ákvörðun hennar að hætta grunnskólastarfi í Húnavallaskóla og sameina skólastarfið Blönduskóla á Blönduósi strax í haust. Jón Gíslason, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi formaður sameiningarnefndar fyrrverandi sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, segir að í málefnasamningi um sameiningu hafi verið ákveðið að skólarnir yrðu strax sameinaðir undir einn rekstur. Einnig segir að skólahald yrði sameinað á einn stað fyrir árið 2024. Meirihluti sveitarstjórnar ákvað hins vegar að sameina skólahald strax. Jón segir að farsælla hefði verið að taka meiri tíma í verkefnið. „Það eru mjög skiptar skoðanir á þessu í sveitarfélaginu. Ég er á því að það hefði þurft lengri tíma, meðal annars til að veita börnunum svigrúm til aðlögunar, að endurskipuleggja skólaaksturinn og fleira til. Þetta var einum of snöggsoðið og mjög óþarfi að ráðast í þetta strax,“ segir Jón, en sameinaður grunnskóli hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar. Ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð Íbúar í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi ákváðu að sameina sveitarfélögin í íbúakosningu í febrúar síðastliðinn og var ný sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags – sem síðar fékk nafnið Húnabyggð – kjörin í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Í bókun Jóns frá síðasta sveitarstjórnarfundi Húnabyggðar, um miðjan mánuðinn, sagði hann að í áðurnefndum málefnasamningi um sameiningu hafi verið rík áhersla lögð á að gefa sér góðan tíma í að sameina skólana á einn kennslustað svo að tími gæfist til að nýta það besta úr báðum skólum við sameininguna. Sameinaður grunnskóli á Blönduósi hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar.Blönduskóli „Þessi ákvörðun á því ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð. Lokun Húnavallaskóla með svo fyrirvaralausum hætti er dapurleg og ótímabær endir á 53 ára farsælu skólastarfi Húnavallaskóla,“ segir Jón. Um þrjátíu börn stunduðu nám í Húnavallaskóla síðasta vor. Orðalagið útilokaði ekki tafarlausa sameiningu Guðmundur Haukur Jakobsson oddviti svaraði því til í bókun fyrir hönd meirihlutans að í áðurnefndum málefnasamningi sagði: „„Starfsemin verði sameinuð á einn kennslustað eigi síðar en haustið 2024.“ Framangreint orðalag útilokaði ekki að starfsemin yrði sameinuð strax undir eitt þak. Eins og komið hefur fram á fyrri sveitarstjórnarfundum, óskaði yfirgnæfandi meirihluti foreldra nemenda í Húnavallaskóla eftir því að börn þeirra myndu stunda nám á Blönduósi strax í haust. Guðmundur Haukur Jakobsson er forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar.Stöð 2 Ákvörðun um sameinað grunnskólahald á Blönduósi byggir á þeirri grundvallarafstöðu að ekki sé hægt að ganga gegn sterkum vilja meirihluta foreldra og skikka nemendur til þess að sækja Húnavallaskóla áfram. Slík vinnubrögð hefðu verið afar ólýðræðisleg og ekki til þess dallin að auka sátt í samfélaginu,“ segir Guðmundur Haukur, sem bætir við að vel hafi tekist til við sameiningu skólanna þrátt fyrir skamman undirbúningstíma. Hægt að búa til alls konar niðurstöður Jón gefur hins vegar lítið fyrir þá könnun meðal foreldra barna í Húnavallskóla sem Guðmundur Haukur vísar þar í. „Ég segi fullum fetum. Það er hægt að búa til alls konar niðurstöður. Í þessu tilviki var það gert. Það var engin samstaða meðal allra foreldra. En auðvitað er það þannig að ég vonast svo innilega að þetta muni allt saman ganga vel.“ Hægt verði að skapa störf á Húnavallasvæðinu Jón, sem áður var oddviti Húnavatnshrepps, segir að ýmis mál sem við koma sameiningarmálum hafa gengið alltof hægt í hinu nýja sveitarfélagi. „Stóra ástæðan er líklega sú að ráðinn var sveitarstjóri [Pétur Arason] sem er fyrst að hefja störf á mánudaginn. Enn á til dæmis eftir að sameina fjármál gömlu sveitarfélaganna tveggja og svo þarf að til dæmis finna úr hvað skal gera við fasteignirnar að Húnavöllum. Við verðum að koma þeim í einhverja notkun og að tryggja störf. Þarna er enn leikskóli, en áður voru þarna líka grunnskóli og skrifstofur Húnavatnshrepps.“ Varðandi framtíð Húnavallasvæðisins segir í bókun sveitarstjórnar að hún telji mikilvægt að mótuð sé stefna um framtíð svæðisins og mögulega sölu á eignum á svæðinu og hefur sérstakur viðræðuhópur um málið verið skipaður. Húnabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Jón Gíslason, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi formaður sameiningarnefndar fyrrverandi sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, segir að í málefnasamningi um sameiningu hafi verið ákveðið að skólarnir yrðu strax sameinaðir undir einn rekstur. Einnig segir að skólahald yrði sameinað á einn stað fyrir árið 2024. Meirihluti sveitarstjórnar ákvað hins vegar að sameina skólahald strax. Jón segir að farsælla hefði verið að taka meiri tíma í verkefnið. „Það eru mjög skiptar skoðanir á þessu í sveitarfélaginu. Ég er á því að það hefði þurft lengri tíma, meðal annars til að veita börnunum svigrúm til aðlögunar, að endurskipuleggja skólaaksturinn og fleira til. Þetta var einum of snöggsoðið og mjög óþarfi að ráðast í þetta strax,“ segir Jón, en sameinaður grunnskóli hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar. Ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð Íbúar í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi ákváðu að sameina sveitarfélögin í íbúakosningu í febrúar síðastliðinn og var ný sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags – sem síðar fékk nafnið Húnabyggð – kjörin í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Í bókun Jóns frá síðasta sveitarstjórnarfundi Húnabyggðar, um miðjan mánuðinn, sagði hann að í áðurnefndum málefnasamningi um sameiningu hafi verið rík áhersla lögð á að gefa sér góðan tíma í að sameina skólana á einn kennslustað svo að tími gæfist til að nýta það besta úr báðum skólum við sameininguna. Sameinaður grunnskóli á Blönduósi hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar.Blönduskóli „Þessi ákvörðun á því ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð. Lokun Húnavallaskóla með svo fyrirvaralausum hætti er dapurleg og ótímabær endir á 53 ára farsælu skólastarfi Húnavallaskóla,“ segir Jón. Um þrjátíu börn stunduðu nám í Húnavallaskóla síðasta vor. Orðalagið útilokaði ekki tafarlausa sameiningu Guðmundur Haukur Jakobsson oddviti svaraði því til í bókun fyrir hönd meirihlutans að í áðurnefndum málefnasamningi sagði: „„Starfsemin verði sameinuð á einn kennslustað eigi síðar en haustið 2024.“ Framangreint orðalag útilokaði ekki að starfsemin yrði sameinuð strax undir eitt þak. Eins og komið hefur fram á fyrri sveitarstjórnarfundum, óskaði yfirgnæfandi meirihluti foreldra nemenda í Húnavallaskóla eftir því að börn þeirra myndu stunda nám á Blönduósi strax í haust. Guðmundur Haukur Jakobsson er forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar.Stöð 2 Ákvörðun um sameinað grunnskólahald á Blönduósi byggir á þeirri grundvallarafstöðu að ekki sé hægt að ganga gegn sterkum vilja meirihluta foreldra og skikka nemendur til þess að sækja Húnavallaskóla áfram. Slík vinnubrögð hefðu verið afar ólýðræðisleg og ekki til þess dallin að auka sátt í samfélaginu,“ segir Guðmundur Haukur, sem bætir við að vel hafi tekist til við sameiningu skólanna þrátt fyrir skamman undirbúningstíma. Hægt að búa til alls konar niðurstöður Jón gefur hins vegar lítið fyrir þá könnun meðal foreldra barna í Húnavallskóla sem Guðmundur Haukur vísar þar í. „Ég segi fullum fetum. Það er hægt að búa til alls konar niðurstöður. Í þessu tilviki var það gert. Það var engin samstaða meðal allra foreldra. En auðvitað er það þannig að ég vonast svo innilega að þetta muni allt saman ganga vel.“ Hægt verði að skapa störf á Húnavallasvæðinu Jón, sem áður var oddviti Húnavatnshrepps, segir að ýmis mál sem við koma sameiningarmálum hafa gengið alltof hægt í hinu nýja sveitarfélagi. „Stóra ástæðan er líklega sú að ráðinn var sveitarstjóri [Pétur Arason] sem er fyrst að hefja störf á mánudaginn. Enn á til dæmis eftir að sameina fjármál gömlu sveitarfélaganna tveggja og svo þarf að til dæmis finna úr hvað skal gera við fasteignirnar að Húnavöllum. Við verðum að koma þeim í einhverja notkun og að tryggja störf. Þarna er enn leikskóli, en áður voru þarna líka grunnskóli og skrifstofur Húnavatnshrepps.“ Varðandi framtíð Húnavallasvæðisins segir í bókun sveitarstjórnar að hún telji mikilvægt að mótuð sé stefna um framtíð svæðisins og mögulega sölu á eignum á svæðinu og hefur sérstakur viðræðuhópur um málið verið skipaður.
Húnabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira