Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra hyggst ekki draga skipun þjóðminjavarðar til baka en segir að auglýsa hefði mátt stöðuna til að halda sátt. Hún segist þó ekki harma vinnubrögð sín, eins og haldið var fram í Fréttablaðinu í morgun.

Pundið hefur hríðfallið og svo virðist sem ný stjórnvöld á Bretlandseyjum séu fljótt að missa traust vegna boðaðra efnahagsaðgerða.

Margra milljóna króna tjón varð í tæplega 100 íbúðum í Urriðaholti á föstudag þegar alltof há spenna komst inn á íbúðirnar vegna bilunar.

Sóknarprestur við Laugarneskirkju vísar á bug ásökunum um að kirkjan sé að kynda undir ófriðarbál með því að afþakka kirkjuheimsóknir skólabarna á skólatíma.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×