Innlent

Brjálað að gera á Höfn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sjaldan hafa verið jafn mörg verkefni innanbæjar á Höfn.
Sjaldan hafa verið jafn mörg verkefni innanbæjar á Höfn. Björgunarfélag Hornafjarðar

Hornfirðingar fengu heldur betur að finna fyrir lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Appelsínugul viðvörun var í gildi á suðausturlandi en 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum, sem gengu vel.

Fyrsta útkallið kom klukkan hálf átta í gærmorgun en allir björgunarsveitarmenn voru komnir í hús á miðnætti. Björgunarfélagið greinir frá þessu á Facebook og birtir myndir með sem sjá má hér að neðan.

Þakplötur fuku víða.Björgunarfélag Hornafjarðar
Gríðarlegur vindur var á Norður- og Austurlandi í gær en appelsínugul viðvörun var í gildi á Höfn í Hornafirði.Björgunarfélag Hornafjarðar
Þak brotnaði á beitarhúsi.Björgunarfélag Hornafjarðar

Tengdar fréttir

Mesta hviðan mældist 64 metrar á sekúndu

Óhætt er að segja að fyrsta haustlægðin hafi skollið á landinu með hvelli, ekki síst á Austfjörðum, þar sem vindstyrkur mældist mjög hár víða. Mesta hviða dagsins mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. Veður lægir ekki á Austfjörðum fyrr en annað kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.