Innlent

Af­lýsa ó­vissu­stigi vegna skjálfta­virkni úti fyrir Norður­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grímsey.
Frá Grímsey. Vísir/Jóhann K.

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en óvissustigi var lýst yfir þann 9. september síðastliðinn. 

Í tilkynningunni segir að jarðskjálftahrina hafi hafist rétt austan við Grímsey 8. september síðastliðinn með stærsta skjálfta hrinunnar að stærð 4,9. 

„Sex skjálftar yfir 4,0 mældust á meðan hrinan gekk yfir en alls komu um 13.156 skjálftar inn í sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar. Stærstu skjálftarnir urðu í upphafi hrinunnar og svo fór stærðin minnkandi þar til hrinan dó út um helgina.

Þrátt fyrir að óvissustigi sé aflýst, þá má alltaf búast við jarðskjálftum á þessu svæði og er fólk áfram hvatt til þess að tryggja innanstokksmuni sem kunni að falla í jarðskjálftum.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.