Trampólínin á leiðinni inn og vetrardekkin á leið undir björgunarsveitarjeppana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2022 19:59 Björgunarsveitir eru í startholunum fyrir morgundaginn. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á Austurlandi eru byrjaðir á að undirbúa sig undir ofsaveður sem von er á á morgun. Trampólínum í görðum hefur snarfækkað í dag, að minnsta kosti í Neskaupstað. Veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið næsta sólarhringinn. Búist er að versta veðrið verði á Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld má búast við að meðalvindur á sunnanverðum Austfjörðum verði allt að 33 metrar á sekúndu. Vindhraði í hviðum getur orðið töluvert meiri. Miklar líkur eru taldar á foktjóni, grjótfoki og tjóni á lausamunum Björgunarsveitir standa að venju vaktina og á Austurlandi er undirbúningurinn þegar hafinn. „Sveitir hafa verið að skella jeppunum á vetrardekk og huga að óveðursbúnaði, hefðbundnum. Það sem menn hafa áhyggjur hérna niðri á fjörðum er foktjón. Það sem maður er að vona að menn meðtaki þessar spár og komi trampólínum og garðhúsgögnum í skjól,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, í samtali við Vísi. Sú svæðisstjórn vaktar svæðið frá Djúpavogi að Vopnafirði. Von er á norðan eða norðaustanátt, sem Austfirðingar þekkja að getur verið skæð. „Já, þetta er slæm átt á einverjum stöðum að minnsta kosti. Það verður oft byljótt og þá er fjandinn laus,“ segir Sveinn Halldór. Flestir líklega ennþá á sumardekkjum Sem fyrr segir er rauð viðvörun í gildi fyrir Austfirði. Viðvörunin er appelsínugul fyrir Austurland að Glettingi sem og Norðurland eysta. Þar hafa menn áhyggjur af því að það muni snjóa á fjallvegum. „Það eru vissar áhyggjur að þetta gæti verið erfitt á fjöllunum, Möðrudalsöræfum og eins útlit fyrir að það verði lokað yfir Fagradalinn og yfir Fjarðarheiði og mögulega norður úr, yfir Möðrudalsöræfin,“ segir Sveinn sem bendir á að flestir séu ennþá á sumardekkjum, enda er þessi fyrsta haustlægð haustsins óvenju snemma á ferðinni. Íbúar og ferðalangar á svæðunum sem talið er að veðrið verði hvað verst eru hvattir til að vera lítið á ferðinni á morgun. Trampólin og aðrir lausamunir eiga að vera á góðum stað. Svona er staðan í veðurviðvörunardeildinni á morgun.Veðurstofan „Það er lykilatriði. Svo er auðvitað bara eins og vanalega, byggingarsvæðin og lausamunir úti við.“ Sveinn, sem búsettur er í Neskaupstað, segist hafa tekið eftir því í dag að Norðfirðingar hafi byrjað að undirbúa sig undir hvellinn. „Jájá, það hefur snarfækkað trampólinum í görðum finnst mér. Svo eru menn að koma þeim ferðahýsum sem enn eru utandyra í var. Menn virðast nú hafa, einhverjir, meðtekið skilaboðin. Menn þekkja þessi veður hér og vita hvað þau geta verið skæð.“ Veður Samgöngur Björgunarsveitir Fjarðabyggð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir „Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12 Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið næsta sólarhringinn. Búist er að versta veðrið verði á Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld má búast við að meðalvindur á sunnanverðum Austfjörðum verði allt að 33 metrar á sekúndu. Vindhraði í hviðum getur orðið töluvert meiri. Miklar líkur eru taldar á foktjóni, grjótfoki og tjóni á lausamunum Björgunarsveitir standa að venju vaktina og á Austurlandi er undirbúningurinn þegar hafinn. „Sveitir hafa verið að skella jeppunum á vetrardekk og huga að óveðursbúnaði, hefðbundnum. Það sem menn hafa áhyggjur hérna niðri á fjörðum er foktjón. Það sem maður er að vona að menn meðtaki þessar spár og komi trampólínum og garðhúsgögnum í skjól,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, í samtali við Vísi. Sú svæðisstjórn vaktar svæðið frá Djúpavogi að Vopnafirði. Von er á norðan eða norðaustanátt, sem Austfirðingar þekkja að getur verið skæð. „Já, þetta er slæm átt á einverjum stöðum að minnsta kosti. Það verður oft byljótt og þá er fjandinn laus,“ segir Sveinn Halldór. Flestir líklega ennþá á sumardekkjum Sem fyrr segir er rauð viðvörun í gildi fyrir Austfirði. Viðvörunin er appelsínugul fyrir Austurland að Glettingi sem og Norðurland eysta. Þar hafa menn áhyggjur af því að það muni snjóa á fjallvegum. „Það eru vissar áhyggjur að þetta gæti verið erfitt á fjöllunum, Möðrudalsöræfum og eins útlit fyrir að það verði lokað yfir Fagradalinn og yfir Fjarðarheiði og mögulega norður úr, yfir Möðrudalsöræfin,“ segir Sveinn sem bendir á að flestir séu ennþá á sumardekkjum, enda er þessi fyrsta haustlægð haustsins óvenju snemma á ferðinni. Íbúar og ferðalangar á svæðunum sem talið er að veðrið verði hvað verst eru hvattir til að vera lítið á ferðinni á morgun. Trampólin og aðrir lausamunir eiga að vera á góðum stað. Svona er staðan í veðurviðvörunardeildinni á morgun.Veðurstofan „Það er lykilatriði. Svo er auðvitað bara eins og vanalega, byggingarsvæðin og lausamunir úti við.“ Sveinn, sem búsettur er í Neskaupstað, segist hafa tekið eftir því í dag að Norðfirðingar hafi byrjað að undirbúa sig undir hvellinn. „Jájá, það hefur snarfækkað trampólinum í görðum finnst mér. Svo eru menn að koma þeim ferðahýsum sem enn eru utandyra í var. Menn virðast nú hafa, einhverjir, meðtekið skilaboðin. Menn þekkja þessi veður hér og vita hvað þau geta verið skæð.“
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Fjarðabyggð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir „Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12 Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
„Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12
Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent