Trampólínin á leiðinni inn og vetrardekkin á leið undir björgunarsveitarjeppana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2022 19:59 Björgunarsveitir eru í startholunum fyrir morgundaginn. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á Austurlandi eru byrjaðir á að undirbúa sig undir ofsaveður sem von er á á morgun. Trampólínum í görðum hefur snarfækkað í dag, að minnsta kosti í Neskaupstað. Veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið næsta sólarhringinn. Búist er að versta veðrið verði á Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld má búast við að meðalvindur á sunnanverðum Austfjörðum verði allt að 33 metrar á sekúndu. Vindhraði í hviðum getur orðið töluvert meiri. Miklar líkur eru taldar á foktjóni, grjótfoki og tjóni á lausamunum Björgunarsveitir standa að venju vaktina og á Austurlandi er undirbúningurinn þegar hafinn. „Sveitir hafa verið að skella jeppunum á vetrardekk og huga að óveðursbúnaði, hefðbundnum. Það sem menn hafa áhyggjur hérna niðri á fjörðum er foktjón. Það sem maður er að vona að menn meðtaki þessar spár og komi trampólínum og garðhúsgögnum í skjól,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, í samtali við Vísi. Sú svæðisstjórn vaktar svæðið frá Djúpavogi að Vopnafirði. Von er á norðan eða norðaustanátt, sem Austfirðingar þekkja að getur verið skæð. „Já, þetta er slæm átt á einverjum stöðum að minnsta kosti. Það verður oft byljótt og þá er fjandinn laus,“ segir Sveinn Halldór. Flestir líklega ennþá á sumardekkjum Sem fyrr segir er rauð viðvörun í gildi fyrir Austfirði. Viðvörunin er appelsínugul fyrir Austurland að Glettingi sem og Norðurland eysta. Þar hafa menn áhyggjur af því að það muni snjóa á fjallvegum. „Það eru vissar áhyggjur að þetta gæti verið erfitt á fjöllunum, Möðrudalsöræfum og eins útlit fyrir að það verði lokað yfir Fagradalinn og yfir Fjarðarheiði og mögulega norður úr, yfir Möðrudalsöræfin,“ segir Sveinn sem bendir á að flestir séu ennþá á sumardekkjum, enda er þessi fyrsta haustlægð haustsins óvenju snemma á ferðinni. Íbúar og ferðalangar á svæðunum sem talið er að veðrið verði hvað verst eru hvattir til að vera lítið á ferðinni á morgun. Trampólin og aðrir lausamunir eiga að vera á góðum stað. Svona er staðan í veðurviðvörunardeildinni á morgun.Veðurstofan „Það er lykilatriði. Svo er auðvitað bara eins og vanalega, byggingarsvæðin og lausamunir úti við.“ Sveinn, sem búsettur er í Neskaupstað, segist hafa tekið eftir því í dag að Norðfirðingar hafi byrjað að undirbúa sig undir hvellinn. „Jájá, það hefur snarfækkað trampólinum í görðum finnst mér. Svo eru menn að koma þeim ferðahýsum sem enn eru utandyra í var. Menn virðast nú hafa, einhverjir, meðtekið skilaboðin. Menn þekkja þessi veður hér og vita hvað þau geta verið skæð.“ Veður Samgöngur Björgunarsveitir Fjarðabyggð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir „Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12 Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið næsta sólarhringinn. Búist er að versta veðrið verði á Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld má búast við að meðalvindur á sunnanverðum Austfjörðum verði allt að 33 metrar á sekúndu. Vindhraði í hviðum getur orðið töluvert meiri. Miklar líkur eru taldar á foktjóni, grjótfoki og tjóni á lausamunum Björgunarsveitir standa að venju vaktina og á Austurlandi er undirbúningurinn þegar hafinn. „Sveitir hafa verið að skella jeppunum á vetrardekk og huga að óveðursbúnaði, hefðbundnum. Það sem menn hafa áhyggjur hérna niðri á fjörðum er foktjón. Það sem maður er að vona að menn meðtaki þessar spár og komi trampólínum og garðhúsgögnum í skjól,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, í samtali við Vísi. Sú svæðisstjórn vaktar svæðið frá Djúpavogi að Vopnafirði. Von er á norðan eða norðaustanátt, sem Austfirðingar þekkja að getur verið skæð. „Já, þetta er slæm átt á einverjum stöðum að minnsta kosti. Það verður oft byljótt og þá er fjandinn laus,“ segir Sveinn Halldór. Flestir líklega ennþá á sumardekkjum Sem fyrr segir er rauð viðvörun í gildi fyrir Austfirði. Viðvörunin er appelsínugul fyrir Austurland að Glettingi sem og Norðurland eysta. Þar hafa menn áhyggjur af því að það muni snjóa á fjallvegum. „Það eru vissar áhyggjur að þetta gæti verið erfitt á fjöllunum, Möðrudalsöræfum og eins útlit fyrir að það verði lokað yfir Fagradalinn og yfir Fjarðarheiði og mögulega norður úr, yfir Möðrudalsöræfin,“ segir Sveinn sem bendir á að flestir séu ennþá á sumardekkjum, enda er þessi fyrsta haustlægð haustsins óvenju snemma á ferðinni. Íbúar og ferðalangar á svæðunum sem talið er að veðrið verði hvað verst eru hvattir til að vera lítið á ferðinni á morgun. Trampólin og aðrir lausamunir eiga að vera á góðum stað. Svona er staðan í veðurviðvörunardeildinni á morgun.Veðurstofan „Það er lykilatriði. Svo er auðvitað bara eins og vanalega, byggingarsvæðin og lausamunir úti við.“ Sveinn, sem búsettur er í Neskaupstað, segist hafa tekið eftir því í dag að Norðfirðingar hafi byrjað að undirbúa sig undir hvellinn. „Jájá, það hefur snarfækkað trampólinum í görðum finnst mér. Svo eru menn að koma þeim ferðahýsum sem enn eru utandyra í var. Menn virðast nú hafa, einhverjir, meðtekið skilaboðin. Menn þekkja þessi veður hér og vita hvað þau geta verið skæð.“
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Fjarðabyggð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir „Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12 Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
„Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12
Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27