Innlent

Kúabændur eru brattir með sig og kýrnar sínar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kúabændur hafa náð að auka meðalframleiðslu á hverja kýr um 50% á síðustu 30 árum.
Kúabændur hafa náð að auka meðalframleiðslu á hverja kýr um 50% á síðustu 30 árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kúabændur landsins hafa náð að auka meðalframleiðslu á hverja kú um 50% á síðustu 30 árum. Á sama tíma hefur mjólkurkúm fækkað um 20% á meðan framleiðslan hefur aukist um 43%. Færri kýr þarf því til að framleiða meiri mjólk og þannig hefur bæði orðið gríðarleg hagræðing og minni losun kolefnis í greininni.

Í dag eru um 520 kúabú í landinu og kýrnar eru rétt um 26 þúsund. Hröð þróun hefur verið síðustu ár í íslenskri mjólkurframleiðslu hvað varðar tækniframfarir, aðbúnað, fóðrun og kynbætur íslenskra mjólkurkúa. Kúabændur hafa þannig náð að auka meðalframleiðslu á hverja kýr um 50% á síðustu 30 árum, sem verður að teljast harla gott.

En á sama tíma og þetta gerist þá er innlegg á mjólk til afurðastöðva alltaf að minnka og minnka.

„Auðvitað hefur það einhver áhrif þessar áskoranir, sem bændur eru að takast á við. Þeir fara að leita leiða til að hagræða og hafa kannski þá eitthvað fækkað kúm og eru þá ekki að framleiða neitt umfram sitt greiðslumark,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Félags kúabænda.

Er það ekki áhyggjuefni þegar mjólkin er að minnka svona mikið?

„Jú, algjörlega og salan hefur svo aukist á sama tíma en sem betur fer erum við að sjá einhverjar breytingar. Það eru að aukast mjólkurkúafjöldin í landinu, sem er að fara upp aftur og ég hef bara trú á að við náum að bregðast við, ég hef fulla trúa á íslenskum kúabændum.“

Í dag eru um 520 kúabú í landinu og kýrnar eru rétt um 26 þúsund.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Herdís segist horfa jákvætt á framtíð kúabúskapar á Íslandi.

„Auðvitað verður maður að vera brattur en það er augljóst að við verðum samt að fá skýr skilaboð um það að við eigum að halda áfram af því að bændur eru frábær starfskraftur og það hefur sjaldan verið jafn mikið tækifæri fyrir bændur að fara jafnvel að leita eitthvað annað og þá verðum við að fara að fá skýrari skilaboð um að við munum hafa afkomu af okkar atvinnu,“ segir Herdís Magna.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, sem er formaður Félags kúabænda.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.