Menning

Rit­höfundurinn Hilary Man­tel er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Lafði Hilary Mantel gaf út þriðju og síðastu bókina í Wolf Hall-flokknum, The Mirror and the Light, árið 2020.
Lafði Hilary Mantel gaf út þriðju og síðastu bókina í Wolf Hall-flokknum, The Mirror and the Light, árið 2020. Getty

Breski rithöfundurinn, Lafði Hilary Mantel, er látin, sjötug að aldri. Mantel er þekkt fyrir þríleikinn sem kenndur er við Wolf Hall. Mantel varð fyrsta konan til að hljóta hin virtu Booker-bókmenntaverðlaun tvisvar.

Útgefandi Mantel staðfestir andlátið í samtali við breska fjölmiðla.

Mantel hlaut Booker-verðlaunin fyrir Wolf Hall, fyrstu bókina í Thomas Cromwell-bókaflokknum sem kom út árið 2009, og svo aftur fyrir framhaldssöguna Bring Up the Bodies sem kom út árið 2012.

Í yfirlýsingu frá útgefandanum HarperCollins segir að Hilary hafi látist í faðmi fjölskyldu og vina. Andlátið hafi þó borið brátt að.

Wolf Hall-sögurnar eru sögulegar skáldsögur um uppgang Thomas Cromwell innan bresku konungshallarinnar á tímum Hinriks áttunda konungs.

Þriðja og síðasta bókin í flokknum, The Mirror and the Light, var gefin út árið 2020.

Þríleikurinn hefur selst í rúmlega fimm milljónum eintaka og hafa bækurnar verið þýddar á rúmlega fjörutíu tungumál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×