Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2022 10:39 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. Í morgun sagði Morgunblaðið frá því að mennirnir hafi beint sjónum sínum að árshátíð lögreglumanna sem fer fram laugardaginn 1. október. Mennirnir voru handteknir á þriðjudaginn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að ekki sé búið að fresta árshátíðinni þrátt fyrir fregnirnar. Hann hafði ekki heyrt af mögulegri árás á árshátíðinni fyrr en blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í hann í gær. Skelfilegt ef satt reynist „Þetta er alveg ótrúlegar fréttir ef þeir ætluðu að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma. Það er algjörlega skelfilegt að hugsa til þess,“ segir Fjölnir í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að enn sé rúm vika í árshátíðina og því enn mögulegt að henni verði frestað. Í gær var greindi lögregla frá því að búið væri að ná utan um málið og því hefði almenningur ekkert að óttast. Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur heyrt í í gær og í dag séu mjög hissa. „Ég held að allri séu svolítið hissa á því að þessi dagur skyldi koma, að það sé hryðjuverkaógn á Íslandi. Þetta er svolítið árás á þjóðfélagsgerðina okkar. Ég held að fólk sé að spá í því. Hvort þurfi að breyta einhverju,“ segir Fjölnir. Í reglulegri skotþjálfun Á síðustu árum hefur þjálfun lögreglumanna verið tekin í gegn. Fjölnir segir lögreglumenn hafa fengið einhverja þjálfun í hvernig eigi að bregðast við hryðjuverkaógn en ekki setið almenn námskeið um málið. „Við erum í reglulegri skotþjálfun, lögreglumönnum er skipt í þjálfunarhópa sem æfa mismikið. Það er búið að taka þjálfun lögreglumanna mikið í gegn en það þarf kannski að bæta þessu við,“ segir Fjölnir. Um er að ræða árshátíð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fram fer laugardaginn 1. október. Veislustjórar eru skemmtikraftarnir Auddi og Steindi og Hreimur Örn Heimisson á að sjá um tónlistarflutning. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Í morgun sagði Morgunblaðið frá því að mennirnir hafi beint sjónum sínum að árshátíð lögreglumanna sem fer fram laugardaginn 1. október. Mennirnir voru handteknir á þriðjudaginn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að ekki sé búið að fresta árshátíðinni þrátt fyrir fregnirnar. Hann hafði ekki heyrt af mögulegri árás á árshátíðinni fyrr en blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í hann í gær. Skelfilegt ef satt reynist „Þetta er alveg ótrúlegar fréttir ef þeir ætluðu að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma. Það er algjörlega skelfilegt að hugsa til þess,“ segir Fjölnir í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að enn sé rúm vika í árshátíðina og því enn mögulegt að henni verði frestað. Í gær var greindi lögregla frá því að búið væri að ná utan um málið og því hefði almenningur ekkert að óttast. Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur heyrt í í gær og í dag séu mjög hissa. „Ég held að allri séu svolítið hissa á því að þessi dagur skyldi koma, að það sé hryðjuverkaógn á Íslandi. Þetta er svolítið árás á þjóðfélagsgerðina okkar. Ég held að fólk sé að spá í því. Hvort þurfi að breyta einhverju,“ segir Fjölnir. Í reglulegri skotþjálfun Á síðustu árum hefur þjálfun lögreglumanna verið tekin í gegn. Fjölnir segir lögreglumenn hafa fengið einhverja þjálfun í hvernig eigi að bregðast við hryðjuverkaógn en ekki setið almenn námskeið um málið. „Við erum í reglulegri skotþjálfun, lögreglumönnum er skipt í þjálfunarhópa sem æfa mismikið. Það er búið að taka þjálfun lögreglumanna mikið í gegn en það þarf kannski að bæta þessu við,“ segir Fjölnir. Um er að ræða árshátíð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fram fer laugardaginn 1. október. Veislustjórar eru skemmtikraftarnir Auddi og Steindi og Hreimur Örn Heimisson á að sjá um tónlistarflutning.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04
Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51