Innlent

Fjölga þurfi dómurum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fimmtán dómarar eiga sæti við Landsrétt. Þrír taka þátt í meðferð hvers máls að jafnaði.
Fimmtán dómarar eiga sæti við Landsrétt. Þrír taka þátt í meðferð hvers máls að jafnaði. Vísir/Vilhelm

Skrifstofustjóri Landsréttar segir að fjölga þurfi dómurum til að stytta bið fólks í að mál þeirra komi á dagskrá. Biðtíminn er rúmt ár. Dómsmálaráðherra er með málið til skoðunar.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar er rætt við Gunnar Viðar, skrifstofustjóra Landsréttar, en hann segir að biðin sé of löng og því þurfi að fjölga dómurum. Í Landsrétt koma yfir átta hundruð mál á ári og að sögn Gunnars er álagið of mikið.

„Að stytta biðina var ein ástæða þess að stofna Landsrétt,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Biðtíminn í einkamálum sem fá ekki flýtimeðferð sé að jafnaði þrettán mánuðir.

Gunnar Viðar, skrifstofustjóri Landsréttar.

Einnig er rætt við Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, í grein Fréttablaðsins en hann segir að fjölgun dómara sé til skoðunar í ráðuneytinu. Aðeins einn dómari í viðbót myndi bjarga miklu.

„Það er ekki boðlegt að fólk bíði úrlausnar sinna mála árum saman,“ segir Jón. Hann vill meina að um sé að ræða flöskuháls í kerfinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×