Innlent

Sig­ríður Th. Er­lends­dóttir er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Th. Erlendsdóttir gaf út bókina Veröld sem ég vil árið 1993 og var saga Kvenréttingafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992.
Sigríður Th. Erlendsdóttir gaf út bókina Veröld sem ég vil árið 1993 og var saga Kvenréttingafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992. Aðsend

Sigríður Theodóra Erlendsdóttir sagnfræðingur er látin, 92 ára að aldri. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi.

Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Sigríðar segir að hún hafði fæðst í Reykja­vík hinn 16. mars árið 1930. Hún var dótt­ir hjón­anna Jó­hönnu Vig­dís­ar Sæ­munds­dótt­ur hús­móður og Er­lends Ólafs­son­ar sjó­manns.

„Hún ólst upp á Baróns­stíg ásamt systr­um sín­um, Guðríði Ólafíu rit­ara og Guðrúnu hæsta­rétt­ar­dóm­ara, en Ólaf­ur, tví­bura­bróðir Guðrún­ar, lést á barns­aldri.

Hún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1949 og lagði stund á há­skóla­nám í ensku og frönsku. 1953 gekk hún að eiga Hjalta Geir Kristjáns­son, hús­gagna­arki­tekt og fram­kvæmda­stjóra Kristjáns Sig­geirs­son­ar hf. Þau eignuðust fjög­ur börn á næstu níu árum, Ragn­hildi ráðuneyt­is­stjóra, Kristján viðskipta­fræðing, Er­lend rekstr­ar­hag­fræðing og Jó­hönnu Vig­dísi fjöl­miðla­fræðing og frétta­mann. Um það leyti reistu þau hjón­in sér glæsi­legt hús við Bergstaðastræti 70, sem jafn­an er talið með merk­ari 20. ald­ar bygg­ing­um í Reykja­vík. Hún bjó þar til dauðadags en Hjalti Geir lést fyr­ir tæp­um tveim­ur árum.

Sig­ríður hóf rann­sókn­ir í kvenna­sögu upp úr 1970, þá rúm­lega fer­tug að aldri, og lauk BA-prófi í sagn­fræði árið 1976. Hún lauk svo kandí­dats­námi í sagn­fræði frá Há­skóla Íslands árið 1981 með ít­ar­legri frum­rann­sókn á at­vinnuþátt­töku reyk­vískra kvenna á ár­un­um 1890-1914. Árið 1982 varð hún fyrst til að kenna sér­stök nám­skeið í kvenna­sögu í sagn­fræði við HÍ þar sem hún var stunda­kenn­ari þar til hún lét af störf­um fyr­ir ald­urs sak­ir árið 1999.

Sig­ríður var brautryðjandi í rann­sókn­um á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rann­sókn­um grunn að kvenna­sögu sem fræðigrein hér á landi. Hún sat m.a. í stjórn Kvenna­sögu­safns­ins, Minja og sögu og Styrkt­ar­sjóðs Stofn­un­ar Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur. Hún skrifaði bók­ina Ver­öld sem ég vil, sem kom út 1993 og er saga Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands frá stofn­un 1907 til 1992,“ segir í tilkynningunni frá fjölskyldu Sigríðar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×