Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2022 23:13 Hólmfríður Sveinsdóttir tók við sem rektur Háskólans á Hólum í sumar. Sigurjón Ólason Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Hann hét Bændaskólinn á Hólum þegar fiskeldisnámið hófst fyrir hartnær fjörutíu árum en það var upphaflega hugsað fyrir bændur sem vildu ala bleikju sem aukabúgrein. Hólar í Hjaltadal. Nám í fiskeldi hófst þar árið 1984 í Bændaskólanum.Sigurjón Ólason „Síðan á síðustu tuttugu árum þá hefur fiskeldið sprungið út og orðið að stóriðnaði. Þetta eru stórfyrirtæki með mikið af starfsfólki sem þurfa menntun,“ segir Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. Hann segir að áður hafi nemendur í fiskeldi kannski verið að jafnaði á bilinu sex til tíu talsins. „En á síðustu svona þremur til fjórum árum þá hefur orðið alger sprenging. Og núna eru í náminu hjá okkur um fjörutíu nemendur og þar af eru um þrjátíu nemendur nýir. Þetta er sem sagt eins árs nám,“ segir Bjarni. Hluti af því er tólf vikna verknám í fiskeldisstöð. Bjarni Kristófer Kristjánsson er prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina á Hólum.Sigurjón Ólason Skólinn býður einnig upp á meistaranám. „Við erum með tvær línur í meistaranámi, annarsvegar rannsóknartengt meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði, og hins vegar nám sem heitir Mar-Bio, sem er samskandinavískt nám - við erum með Norðmönnum og Svíum – og er mjög praktískt. Síðan höfum við verið að leiðbeina doktorsnemum,“ segir Bjarni. Rannsóknar- og þróunarstarf er hluti starfseminnar og háskólinn rekur kynbótastöð fyrir bleikju. Einar Svavarsson er stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Við erum sem sagt að þróa stofn, bleikjustofn, sem er hagkvæmur í eldi og gefur sem mest gæði í fiski fyrir neytendur,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar. Nýr rektor, Hólmfríður Sveinsdóttir, segir skólann vilja styðja við atvinnulífið. „Háskólinn hérna er mjög tengdur atvinnulífinu. Við höfum byggt upp þessi fræðasvið í kringum atvinnugreinarnar; hestamennsku, ferðamennsku og fiskeldi, með það bara að markmiði að efla þessar greinar,“ segir Hólmfríður. Horft yfir byggðina á Hólum.Sigurjón Ólason Fiskeldisdeildin tekur einnig á móti fjölda erlendra nema í verknám. „Síðustu tvö árin hafa það verið yfir þrjátíu manns. Þannig að allt í allt þá eru í deildinni hjá okkur um áttatíu nemendur,“ segir Bjarni Kristófer. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Háskólar Fiskeldi Skagafjörður Skóla - og menntamál Um land allt Vísindi Tengdar fréttir Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26 Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Hann hét Bændaskólinn á Hólum þegar fiskeldisnámið hófst fyrir hartnær fjörutíu árum en það var upphaflega hugsað fyrir bændur sem vildu ala bleikju sem aukabúgrein. Hólar í Hjaltadal. Nám í fiskeldi hófst þar árið 1984 í Bændaskólanum.Sigurjón Ólason „Síðan á síðustu tuttugu árum þá hefur fiskeldið sprungið út og orðið að stóriðnaði. Þetta eru stórfyrirtæki með mikið af starfsfólki sem þurfa menntun,“ segir Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. Hann segir að áður hafi nemendur í fiskeldi kannski verið að jafnaði á bilinu sex til tíu talsins. „En á síðustu svona þremur til fjórum árum þá hefur orðið alger sprenging. Og núna eru í náminu hjá okkur um fjörutíu nemendur og þar af eru um þrjátíu nemendur nýir. Þetta er sem sagt eins árs nám,“ segir Bjarni. Hluti af því er tólf vikna verknám í fiskeldisstöð. Bjarni Kristófer Kristjánsson er prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina á Hólum.Sigurjón Ólason Skólinn býður einnig upp á meistaranám. „Við erum með tvær línur í meistaranámi, annarsvegar rannsóknartengt meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði, og hins vegar nám sem heitir Mar-Bio, sem er samskandinavískt nám - við erum með Norðmönnum og Svíum – og er mjög praktískt. Síðan höfum við verið að leiðbeina doktorsnemum,“ segir Bjarni. Rannsóknar- og þróunarstarf er hluti starfseminnar og háskólinn rekur kynbótastöð fyrir bleikju. Einar Svavarsson er stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Við erum sem sagt að þróa stofn, bleikjustofn, sem er hagkvæmur í eldi og gefur sem mest gæði í fiski fyrir neytendur,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar. Nýr rektor, Hólmfríður Sveinsdóttir, segir skólann vilja styðja við atvinnulífið. „Háskólinn hérna er mjög tengdur atvinnulífinu. Við höfum byggt upp þessi fræðasvið í kringum atvinnugreinarnar; hestamennsku, ferðamennsku og fiskeldi, með það bara að markmiði að efla þessar greinar,“ segir Hólmfríður. Horft yfir byggðina á Hólum.Sigurjón Ólason Fiskeldisdeildin tekur einnig á móti fjölda erlendra nema í verknám. „Síðustu tvö árin hafa það verið yfir þrjátíu manns. Þannig að allt í allt þá eru í deildinni hjá okkur um áttatíu nemendur,“ segir Bjarni Kristófer. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Háskólar Fiskeldi Skagafjörður Skóla - og menntamál Um land allt Vísindi Tengdar fréttir Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26 Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00
Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26
Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent