Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2014 16:00 Laxar í sjókvíum Fjarðalax á Vestfjörðum. Mynd/Fjarðalax. Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. Aukin fiskneysla og hækkandi fiskverð hafa ýtt verulega undir fiskeldi í heiminum. Þetta kemur fram í grein Financial Times sem byggð er á tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Stofnunin spáir því að neysla eldisfisks verði 10,3 kíló að meðaltali á hvern íbúa jarðar á þessu ári og vaxi um 4,4 prósent frá því í fyrra. Á sama tíma er því spáð að neysla á villtum fiski dragist saman um 1,5 prósent og verði 9,7 kíló að meðaltali á mann í ár. Það er einkum aukin fiskneysla í Bandaríkjunum og Evrópu samfara hægum efnahagsbata sem skýrir vaxandi spurn eftir fiskmeti. Eina leiðin til að fullnægja þessari nýju eftirspurn er fiskeldi, hefur Financial Times eftir sérfræðingi. Ein afleiðing vaxandi fiskeldis er talin verða stöðugra fiskverð í framtíðinni þar sem rannsóknir sýni að verð á eldisfiski sveiflast minna heldur en verð á veiddum fiski. Einstaka greinar fiskeldis eru sagðar eiga fullt í fangi með að mæta vaxandi eftirspurn, svo sem vegna fisksjúkdóma og loftlagsbreytinga, og eru laxeldi og rækjueldi nefnd í því sambandi. Þá muni aukning fiskeldis þrýsta fóðurverði upp, einnig vegna samdráttar í veiðum á ansjósu og öðrum uppsjávartegundum sem nýtast í fiskeldisfóður. Á sama tíma standi villtum fiskistofnun ógn af ofveiði, mengun og loftlagsbreytingum. Fisksjúkdómar eru þó talin alvarlegasta ógn fiskeldis. Þannig hafi rækjueldi í Suðaustur-Asíu orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna sýkinga, einnig laxeldi í Chile og ostrueldi í Frakklandi. Það sé því áskorun fyrir fiskeldið að tileinka sér góða búskaparhætti, að mati sérfræðings Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem bendir á að landbúnaðurinn hafi öldum saman lært að kljást við margskyns sjúkdóma í búfjáreldi. Fiskeldi hafi á hinn bóginn aðeins haft fáar kynslóðir til að takast á við verkefnið. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira
Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. Aukin fiskneysla og hækkandi fiskverð hafa ýtt verulega undir fiskeldi í heiminum. Þetta kemur fram í grein Financial Times sem byggð er á tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Stofnunin spáir því að neysla eldisfisks verði 10,3 kíló að meðaltali á hvern íbúa jarðar á þessu ári og vaxi um 4,4 prósent frá því í fyrra. Á sama tíma er því spáð að neysla á villtum fiski dragist saman um 1,5 prósent og verði 9,7 kíló að meðaltali á mann í ár. Það er einkum aukin fiskneysla í Bandaríkjunum og Evrópu samfara hægum efnahagsbata sem skýrir vaxandi spurn eftir fiskmeti. Eina leiðin til að fullnægja þessari nýju eftirspurn er fiskeldi, hefur Financial Times eftir sérfræðingi. Ein afleiðing vaxandi fiskeldis er talin verða stöðugra fiskverð í framtíðinni þar sem rannsóknir sýni að verð á eldisfiski sveiflast minna heldur en verð á veiddum fiski. Einstaka greinar fiskeldis eru sagðar eiga fullt í fangi með að mæta vaxandi eftirspurn, svo sem vegna fisksjúkdóma og loftlagsbreytinga, og eru laxeldi og rækjueldi nefnd í því sambandi. Þá muni aukning fiskeldis þrýsta fóðurverði upp, einnig vegna samdráttar í veiðum á ansjósu og öðrum uppsjávartegundum sem nýtast í fiskeldisfóður. Á sama tíma standi villtum fiskistofnun ógn af ofveiði, mengun og loftlagsbreytingum. Fisksjúkdómar eru þó talin alvarlegasta ógn fiskeldis. Þannig hafi rækjueldi í Suðaustur-Asíu orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna sýkinga, einnig laxeldi í Chile og ostrueldi í Frakklandi. Það sé því áskorun fyrir fiskeldið að tileinka sér góða búskaparhætti, að mati sérfræðings Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem bendir á að landbúnaðurinn hafi öldum saman lært að kljást við margskyns sjúkdóma í búfjáreldi. Fiskeldi hafi á hinn bóginn aðeins haft fáar kynslóðir til að takast á við verkefnið.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira