Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2014 16:00 Laxar í sjókvíum Fjarðalax á Vestfjörðum. Mynd/Fjarðalax. Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. Aukin fiskneysla og hækkandi fiskverð hafa ýtt verulega undir fiskeldi í heiminum. Þetta kemur fram í grein Financial Times sem byggð er á tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Stofnunin spáir því að neysla eldisfisks verði 10,3 kíló að meðaltali á hvern íbúa jarðar á þessu ári og vaxi um 4,4 prósent frá því í fyrra. Á sama tíma er því spáð að neysla á villtum fiski dragist saman um 1,5 prósent og verði 9,7 kíló að meðaltali á mann í ár. Það er einkum aukin fiskneysla í Bandaríkjunum og Evrópu samfara hægum efnahagsbata sem skýrir vaxandi spurn eftir fiskmeti. Eina leiðin til að fullnægja þessari nýju eftirspurn er fiskeldi, hefur Financial Times eftir sérfræðingi. Ein afleiðing vaxandi fiskeldis er talin verða stöðugra fiskverð í framtíðinni þar sem rannsóknir sýni að verð á eldisfiski sveiflast minna heldur en verð á veiddum fiski. Einstaka greinar fiskeldis eru sagðar eiga fullt í fangi með að mæta vaxandi eftirspurn, svo sem vegna fisksjúkdóma og loftlagsbreytinga, og eru laxeldi og rækjueldi nefnd í því sambandi. Þá muni aukning fiskeldis þrýsta fóðurverði upp, einnig vegna samdráttar í veiðum á ansjósu og öðrum uppsjávartegundum sem nýtast í fiskeldisfóður. Á sama tíma standi villtum fiskistofnun ógn af ofveiði, mengun og loftlagsbreytingum. Fisksjúkdómar eru þó talin alvarlegasta ógn fiskeldis. Þannig hafi rækjueldi í Suðaustur-Asíu orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna sýkinga, einnig laxeldi í Chile og ostrueldi í Frakklandi. Það sé því áskorun fyrir fiskeldið að tileinka sér góða búskaparhætti, að mati sérfræðings Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem bendir á að landbúnaðurinn hafi öldum saman lært að kljást við margskyns sjúkdóma í búfjáreldi. Fiskeldi hafi á hinn bóginn aðeins haft fáar kynslóðir til að takast á við verkefnið. Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. Aukin fiskneysla og hækkandi fiskverð hafa ýtt verulega undir fiskeldi í heiminum. Þetta kemur fram í grein Financial Times sem byggð er á tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Stofnunin spáir því að neysla eldisfisks verði 10,3 kíló að meðaltali á hvern íbúa jarðar á þessu ári og vaxi um 4,4 prósent frá því í fyrra. Á sama tíma er því spáð að neysla á villtum fiski dragist saman um 1,5 prósent og verði 9,7 kíló að meðaltali á mann í ár. Það er einkum aukin fiskneysla í Bandaríkjunum og Evrópu samfara hægum efnahagsbata sem skýrir vaxandi spurn eftir fiskmeti. Eina leiðin til að fullnægja þessari nýju eftirspurn er fiskeldi, hefur Financial Times eftir sérfræðingi. Ein afleiðing vaxandi fiskeldis er talin verða stöðugra fiskverð í framtíðinni þar sem rannsóknir sýni að verð á eldisfiski sveiflast minna heldur en verð á veiddum fiski. Einstaka greinar fiskeldis eru sagðar eiga fullt í fangi með að mæta vaxandi eftirspurn, svo sem vegna fisksjúkdóma og loftlagsbreytinga, og eru laxeldi og rækjueldi nefnd í því sambandi. Þá muni aukning fiskeldis þrýsta fóðurverði upp, einnig vegna samdráttar í veiðum á ansjósu og öðrum uppsjávartegundum sem nýtast í fiskeldisfóður. Á sama tíma standi villtum fiskistofnun ógn af ofveiði, mengun og loftlagsbreytingum. Fisksjúkdómar eru þó talin alvarlegasta ógn fiskeldis. Þannig hafi rækjueldi í Suðaustur-Asíu orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna sýkinga, einnig laxeldi í Chile og ostrueldi í Frakklandi. Það sé því áskorun fyrir fiskeldið að tileinka sér góða búskaparhætti, að mati sérfræðings Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem bendir á að landbúnaðurinn hafi öldum saman lært að kljást við margskyns sjúkdóma í búfjáreldi. Fiskeldi hafi á hinn bóginn aðeins haft fáar kynslóðir til að takast á við verkefnið.
Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira