Innlent

Bein lýsing frá út­för Elísa­betar II Breta­drottningar á morgun

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Gestir að virða fyrir sér líkkistu drottningar í Westminster Hall í dag. Heimir Már Pétursson (t.h.) lýsir streyminu á morgun.
Gestir að virða fyrir sér líkkistu drottningar í Westminster Hall í dag. Heimir Már Pétursson (t.h.) lýsir streyminu á morgun. AP/Markus Schreiber, pool, Vísir/Vilhelm

Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma.

Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi enda sögulegur atburður þar sem þjóðarleiðtogar alls staðar úr heiminum munu koma saman.

Við fylgjum drottningunni eftir í um sjö klukkustundir allt frá því að kista hennar verður flutt frá Westmister Hall í breska þinghúsinu yfir í Westmister Abbey þar sem hin opinbera útför fer fram þar til kista hennar kemur til minni athafnar í Windsor kastala. Þar verður hún síðan jarðsungin klukkan 18:30 að íslenskum tíma að viðstöddum einungis meðlimum fjölskyldu hennar.

Þá er Kristín Ólafsdóttir fréttamaður stödd í London og verður í beinni útsendingu á okkar miðlum í dag og á morgun til að lýsa andrúmsloftinu á götum úti og ræða við Íslendinga sem eru staddir í borginni til að verða vitni að þessum heimsviðburði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.