„Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. september 2022 16:44 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks Vísir/Diego „Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. Það gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, Óskar sagði að leikmenn hefðu verið lengi að koma sér af stað. „Ég upplifði meira að það voru sex dagar frá síðasta leik og að menn voru lengi að koma sér af stað í fyrri hálfleik. Ég upplifði frekar það heldur en að það væri einhver skjálfti, enda er þetta lið búið að ganga í gegnum það mikið að eitt tap sest ekki á sálina hjá mönnum.“ Blikar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk nánast á einu bretti. „Við breyttum ekki upplegginu. Við töluðum um að gera hlutina aðeins hraðar og gera þá aðeins betur, vera einbeittari á síðasta þriðjung. Eyjamennirnir pressa grimmt og hátt og taka áhættu og skilja eftir sig svæði, fara oftar í svæðin sem þeir skilja eftir sig. Mér fannst það ganga ágætlega í seinni hálfleik. Við getum verið með öll plön í heiminum en leikmenn þurfa að klára þetta inn á vellinum og þeir gerðu það svo sannarlega í seinni hálfleik.“ Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistarar í dag en í ár er verið að láta reyna á tvískiptingu deildarinnar. Óskar segist ekki hafa leitt hugan að því að þeir hefðu getað lyft titli í dag. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vita síðan að mótið byrjaði og löngu fyrir það, að þetta mót er ekki búið núna. Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið. Við höfum ekki verið að velta okkur upp úr því, við höfum reynt að einblína á okkur sjálfa. Það er búið að setja ákveðin standard í þessa deild og nokkur lið hafa farið yfir fimmtíu stig í 22. leikja móti og við settum okkur markmið að komast þangað og það gekk í dag. Það eru fimm leikir eftir, ég hef ekki einu sinni leitt hugan að því að í fyrra voru menn að lyfta titli eftir þennan leik. Við eigum fimm frábæra leiki eftir.“ Áður en tvískiptingin verður er tveggja vikna hlé á deildinni. Óskar vill finna jafnvægi á að láta strákana hvíla en einnig að hressa þá við. „Við ætlum að reyna blanda saman að menn fái hvíld og fái hvíld frá Kópavogsvelli sem hefur verið þeirra heimili í sumar. En líka að skerpa á hlutum og hressa menn við, það er búið að vera mikil keyrsla og menn eru lúnir. Við verðum að finna jafnvægi milli þess að gefa mönnum hvíld og fá smá frið og halda þeim ferskum. Það eru fimm leikir eftir og þeir verða að vera klárir í það.“ Breiðablik Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Það gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, Óskar sagði að leikmenn hefðu verið lengi að koma sér af stað. „Ég upplifði meira að það voru sex dagar frá síðasta leik og að menn voru lengi að koma sér af stað í fyrri hálfleik. Ég upplifði frekar það heldur en að það væri einhver skjálfti, enda er þetta lið búið að ganga í gegnum það mikið að eitt tap sest ekki á sálina hjá mönnum.“ Blikar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk nánast á einu bretti. „Við breyttum ekki upplegginu. Við töluðum um að gera hlutina aðeins hraðar og gera þá aðeins betur, vera einbeittari á síðasta þriðjung. Eyjamennirnir pressa grimmt og hátt og taka áhættu og skilja eftir sig svæði, fara oftar í svæðin sem þeir skilja eftir sig. Mér fannst það ganga ágætlega í seinni hálfleik. Við getum verið með öll plön í heiminum en leikmenn þurfa að klára þetta inn á vellinum og þeir gerðu það svo sannarlega í seinni hálfleik.“ Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistarar í dag en í ár er verið að láta reyna á tvískiptingu deildarinnar. Óskar segist ekki hafa leitt hugan að því að þeir hefðu getað lyft titli í dag. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vita síðan að mótið byrjaði og löngu fyrir það, að þetta mót er ekki búið núna. Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið. Við höfum ekki verið að velta okkur upp úr því, við höfum reynt að einblína á okkur sjálfa. Það er búið að setja ákveðin standard í þessa deild og nokkur lið hafa farið yfir fimmtíu stig í 22. leikja móti og við settum okkur markmið að komast þangað og það gekk í dag. Það eru fimm leikir eftir, ég hef ekki einu sinni leitt hugan að því að í fyrra voru menn að lyfta titli eftir þennan leik. Við eigum fimm frábæra leiki eftir.“ Áður en tvískiptingin verður er tveggja vikna hlé á deildinni. Óskar vill finna jafnvægi á að láta strákana hvíla en einnig að hressa þá við. „Við ætlum að reyna blanda saman að menn fái hvíld og fái hvíld frá Kópavogsvelli sem hefur verið þeirra heimili í sumar. En líka að skerpa á hlutum og hressa menn við, það er búið að vera mikil keyrsla og menn eru lúnir. Við verðum að finna jafnvægi milli þess að gefa mönnum hvíld og fá smá frið og halda þeim ferskum. Það eru fimm leikir eftir og þeir verða að vera klárir í það.“
Breiðablik Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15