Lífið

Cardi B játar líkams­á­rás á stripp­stað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Cardi B sleppur við fangelsisvist.
Cardi B sleppur við fangelsisvist. Getty/Dimitrios Kambouris

Rapparinn Cardi B játaði í dag að hafa skipulagt árás og ráðist á starfsmann strippstaðarins Angels í New York árið 2018. Cardi taldi að einn starfsmanna barsins væri viðhald eiginmanns hennar, Offset.

Í grein BBC segir að Cardi hafi eitt kvöld mætt á staðinn þar sem einhverjir úr fylgdarliði hennar hafi slegið í andlit meints viðhalds sem starfaði sem barþjónn á Angels. Þá hafi fólkið einnig rifið í hár, kýlt og ýtt höfði barþjónsins í barborðið.

Tveimur vikum seinna mætti Cardi aftur á staðinn og réðst þá á systur barþjónsins, skvetti yfir hana áfengi, kastaði í hana flöskum og fleiru.

Cardi játaði að hafa skipulagt og framið árásirnar í dómsal í dag og var dæmd til að sinna fimmtán daga samfélagsþjónustu. Þá fengu systurnar þriggja ára nálgunarbann á hana.


Tengdar fréttir

Cardi B svarar 73 spurningum

Söngkonan vinsæla Cardi B tók á dögunum þátt í reglulegum lið á YouTube-síðu tímaritsins Vogue.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×