Lífið

Unga fólkið fyllti Smárabíó á frumsýningu Abbababb

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ísabella Jónatansdóttir, Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Óttar Kjerulf Þorvarðarson.
Ísabella Jónatansdóttir, Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Óttar Kjerulf Þorvarðarson. Mummi Lú

Söng- og dansmyndin Abbababb var frumsýnd með pompi og prakt í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda. Myndin var frumsýnd í nokkrum sölum samtímis.

Nanna Kristín Magnúsdóttir er handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar Abbababb. Með aðalhlutverk fara Ísabella Jónatansdóttir í hlutverki Hönnu, Vilhjálmur Árni Sigurðsson í hlutverki Óla,  og Óttar Kjerulf Þorvarðarson í hlutverki Arons. 

Leikarar og dansarar myndarinnar mættu ásamt fjölskyldum sínum á sýninguna í gær.Mummi Lú

Flestir leikarar myndarinnar eru börn og ungmenni en söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson leikur þó stórt hlutverk sem kennari barnanna, Herra Rokk.

Klippa: Abbabbabb! - sýnishorn

Tónlist spilar stórt hlutverk í kvikmyndinni og eru lögin nú öll komin inn á Spotify. Jóhanna Guðrún á barnalag í myndinni og flytur það sjálf, en allar hennar elstu plötur komu inn á Spotify í gær. 

Það var mikið fjör hjá Nönnu Kristínu og leikurum myndarinnar.Mummi Lú

Erlendis verður myndin kynnt undir titlinum 12 Hours to Destruction, þar sem Nönnu fanst titillinn Abbababb ekki virka eins vel utan landsteinanna. 

Dr. Gunni faðmar Nönnu Kristínu leikstjóra og handritshöfund. Kvikmyndin hennar byggir byggir á samnefndum söngleik eftir Dr. Gunna.Mummi Lú

Fleiri myndir frá frumsýningunni má finna í albúminu hér fyrir neðan. Allar myndirnar tók Mummi Lú. 

Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú
Mummi Lú

Tengdar fréttir

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október.

Fyrsta stiklan úr íslensku dans- og söngvamyndinni Abbababb

Íslenska dans- og söngvamyndin Abbababb hefur gefið út sína fyrstu stiklu en myndin er eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur sem leikstýrði henni einnig og er væntanleg í kvikmyndahús í september. Myndin er byggð á samnefndum söngleik Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, betur þekktur sem Dr. Gunni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.